Menntamál - 01.03.1953, Side 42

Menntamál - 01.03.1953, Side 42
36 MENNTAMÁL Peter Freuchen, sem hefur tekið fjölda mynda og sýnt þær víða um heim, kom upp í myndavélinni, en vissi bók- staflega ekkert um hana. Erik Seidenfaden ritstjóri hafði einmitt um þessar mundir skrifað marga leiðara í blað sitt ,,Information“ um Suður-Jótland. Hann kom einmitt upp í sögu þessa landshluta. Einkunnin sýnir þekkinguna. Lis Groes hélt, að Japanar hefðu tapað stríðinu við Rússa 1905 og Poul Henningsen hélt að Bismarck hefði komið af stað keppni Englendinga og Þjóðverja um flotastyrk. „Hvað er þá orðið okkar starf ?“ munu margir kennarar vilja spyrja, þegar þeir sjá hvernig jafnvel allra gáfuð- ustu menn mikillar menningarþjóðar gleyma algerlega ýmsu af því, sem þeim var forðum kennt. Árangur próf- anna segir ekkert um það, hvernig kennslan, sem þessir menn nutu á sínum tíma, var. Aftur á móti sýna prófin ljóslega, að námsefni, sem ekki verður rifjað upp í sam- bandi við dagleg störf síðar í lífinu, gleymist með öllu og kemur því nemendunum aldrei að neinu hagnýtu gagni. Þetta gefur tilefni til þess að hugleiða, hvort ekki mætti sleppa því námsefni, sem telja má nokkurn veginn víst, að nemendur þurfi aldrei á að halda í virku starfi. Kæmi þá til greina að veita nemendunum fræðslu um atvinnu- líf þjóðfélagsins í stað bókvizku, sem aldrei verður þeim að neinu gagni. Ólafur Gunnarsson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.