Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.03.1953, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL 41 SITT AF HVERJU TÆI Frá minningarsjóði Ragnheiðar Kjartansdóttur. Ráðgert er ;ið veita í vor tir niimiingarsjóði Ragnheiðar Kjart- ansdóttur frá Hruna utanfararstyrk til náms í blindrakennslu, að upphæð kr. 3000,00. Umsækjendur liafi lokið kennaraprófi eða ljúki því nú í vor. Til þess er ætlazt, að sá, sem styrkinn fær, ljúki til fullnustu námi í blindrakennslu. Umsóknir sendist skólastjóra Kennaraskólans fyrir 10. apríl. Stjórn sjóösins. Norræna Bindindisþingið í Reykjavík 1953. Menntamál hafa verið beðin að birta eftirfarandi boðsbréf: Átjánda norræna bindindisjringið í Helsingfors 1950 kvað svo á, að nítjánda norræna bindindisþingið skyldi vera háð á íslandi. Á fundi í norræntt bindindisnefndinni í Kaupmannahöfn 31. ágúst- 1. september voru samin drög að dagskrá júngsins 1953. Það er fyrsta sinni, sem norrænir bindindismenn koma saman á þing á íslandi, en samtök þessi hófust 1895, og hafa íslendingar tekið þátt í þeim yfir 30 ár. — Bindindisþingið verður haldið í Reykjavík 31. júlf til 0. ágúst næstkomandi. Boðsbréf hefur fyrir nokkru verið sent til Danmerkur, í'innlands, Noregs og Svíjrjóðar, og er búizt við, að útlendu geslirnir verði um 220 að tölu. Vér undirritaðir bjóðum hér nteð til jjátttöku í bindindisþinginu félögum allra bindindissamtaka og öllum öðrum, sem hafa áhuga á bindindismálinu, jafnframt jtví sem jteir eru bindindismenn, bæði hér á landi og í öðrum norrænum löndum. Þátttakendur geta verið ýmist fulltrúar bindindisfélaga, bindindissinnaðra félagasamtaka eða persónulegir þátttakendur. Ríkisstjórnum allra norrænu landanna er einnig boðið að senda sérstaka fulltrúa. Hver sá, er taka vill þátt í jnnginu, skal greiða 50 ísl. kr. í að- göngueyri. Fá menn fyrir gjaldið dagskrá jiingsins, merki, skýrslu tim ástandið í bindindis- og áfengismálum á Norðurliindum og þingtíðindi á sínum tíma með öllum fyrirlestrum, sem fluttir verða á jiinginu, og umræðuin um ])á. Einnig ókeypis för að Jaðri. Einn daginn verður farið í bílum frá Reykjavík austur að Gull- fossi og Geysi, og kostar sú ferð ásamt máltíð kr. 121,00 ísl. För til Þingvalla annan dag kostar kr. 34,00 ísl. — Þeir, sem óska að eiga

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.