Menntamál - 01.03.1953, Side 48
42
MENNTAMÁL
þátt í norræna bindindisþinginu, sktilu gefa sig fram við skrifstofu
þingsins á Fríkirkjuvegi 11, Reykjavík, íyrir 15. apríl næstkomandi.
Það er nægilegt, að þeir, sent eru félagsbundnir, gefi sig fram
við félagsstjórn sína, og kemur ltún þá u]tplýsingunum rétta leið.
Móttökuhátíð fer fram í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 31. júlí kl.
19,30. — Þingið verður haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Utanáskrift: XIX. norræna bindindisþingið í Reykjavík, Frí-
kirkjuvegi 11, Reykjavík.
Gefur skrifstofa jtingsins allar nánari upplýsingar.
Reykjavík, í febrúar 1953.
Undir bréfið rita formenn fjölmargra félagasamtaka auk fræðslu-
málastjóra og biskups. Enn fremur stjórn bindindisþingsins:
Brynleifur Tobíasson, yfirkennari, Björn Magnússon, próf. theol.,
Pétur Ottesen, alþingismaður og Jakob Möller, fyrrver. sendiherra.
íslenzlcum kennurum boðið að sækja Danmörku heim.
Formanni S. í. B. hefur borizt bréf, dagsett 3. febrúar s. 1. frá
formanni Norræna félagsins í Danmörku, þar sem tilkynnt er, að
fulltrúar frá jtví félagi ásamt lulltrúum frá fjölmörgum kennara-
félögum hafi samjjykkt að bjóða 15 íslenzkum kennurum (11 kiirl-
um og 4 konum) ásamt 5 nemendum úr efsta bekk kennaraskólans i
heimsókn til Danmerkur á suntri komanda. (Kennarafélögin ertt
jtessi: Gymasieskolernes lærcrforening, Danmarks lærerforening,
Köbenhavns kommunelærerforening, Köbenhavns kommunelærer-
indeforening, Frederiksberg kommunelærerforening, Gentofte
kommunelærerforening og seminarieelevernes landsrád.). — Farið
verður frá Reykjavík með GuIIfossi 6. júní og komið til Kaup-
mannahafnar 11. júní.
Dvölinni verður hagað á svipaðan hátt og sumarið 1951. Þá
bjuggu boðsgestir 5 daga á heimilum stöðunauta í Höfn, heimsóttu
nýtízku skóla og hlýddu ]>ar á kennslu. Enn frentur skoðuðu jteir
söfn og nutu við J>að Ieiðsagnar fróðra manna, fóru í ferðalög um
nágrenni borgarinnar o. fl. — Eftir }>essa tlvöl í liöfuðborginni var
haldið út á land, og voru íslendingarnir ]>ar gestir danskra kenn-
ara um 2—3 vikna skeið.
Þess er getið í bréfinu, að móttökunefndinni væri kærkontið að
hafa fengið nöfn islenzkra }>átttakenda í bendttr eigi síðar en í
apríllok.