Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 5
MENNTAMÁL 71 indum víða um Noreg, oftast fótgangandi. Var honum vel tekið og vinsamlega. Haustið 1877 fór Guðmundur til Askov í Danmörku, en þá var það menntasetur komið í fremstu röð norrænna lýðháskóla. Þar var hann við nám þrjá vetur og kennari í íslenzku og fleiri greinum fjórða veturinn. Vann hann á sumrin hjá dönskum bændum, en fór smám saman að halda fyrirlestra um Island og íslenzkt þjóðlíf eins og hann hafði gert í Noregi. Haustið 1881 kom Guðmundur heim, staðráðinn í því að berjast þar fyrir framgangi lýðháskólahugmyndarinn- ar. Var ætlun hans sú, að stofna hér skóla í anda stefnu þeirrar, er hann hafði kynnzt í Gausdal og Askov, „til að glæða verklega og munnlega upplýsing,“ eins og hann komst að orði. Þungur reyndist Guðmundi róðurinn, enda áraði illa á íslandi um þær mundir. Voru þá hin mestu harðæri, vesturfarir í algleymingi, og hafði víða gripið um sig megn ótrú á landið og framtíðarmöguleika þess. Þó að erfiðlega gengi, gafst Guðmundur ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Tók hann nú að rita í blöð fjölda greina um menningar- og framfaramál, en var allþunglega tek- ið. Var honum borin á brýn framhleypni og þarflaus af- skiptasemi af málefnum, sem aðrir þóttust bera meira skynbragð á en hann. Erfitt reyndist honum einnig að koma skólahugmynd sinni á fastan fót, þrátt fyrir þraut- seigju og óbilandi trú á mikilvægi þeirrar starfsemi. Hef- ur hann sjálfur lýst þeirri viðleitni sinni svo: „Svo fór ég um tíma til séra Arnljóts [Ólafssonar á Bægisá]. Reyndist hann mér ætíð manna bezt. Hélt svo tímaskóla þar fyrsta veturinn og fjölda fyrirlestra við Eyjafjörð. Annan veturinn hélt ég skóla á Litlahamri í Eyjafirði og svo fyrirlestra hingað og þangað. Þriðja veturinn skóla í Laufási, og tvo næstu vetur á Akureyri, og fyrirlestra jafnframt. Var það í rauninni lýðháskóli, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.