Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 5

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 5
MENNTAMÁL 71 indum víða um Noreg, oftast fótgangandi. Var honum vel tekið og vinsamlega. Haustið 1877 fór Guðmundur til Askov í Danmörku, en þá var það menntasetur komið í fremstu röð norrænna lýðháskóla. Þar var hann við nám þrjá vetur og kennari í íslenzku og fleiri greinum fjórða veturinn. Vann hann á sumrin hjá dönskum bændum, en fór smám saman að halda fyrirlestra um Island og íslenzkt þjóðlíf eins og hann hafði gert í Noregi. Haustið 1881 kom Guðmundur heim, staðráðinn í því að berjast þar fyrir framgangi lýðháskólahugmyndarinn- ar. Var ætlun hans sú, að stofna hér skóla í anda stefnu þeirrar, er hann hafði kynnzt í Gausdal og Askov, „til að glæða verklega og munnlega upplýsing,“ eins og hann komst að orði. Þungur reyndist Guðmundi róðurinn, enda áraði illa á íslandi um þær mundir. Voru þá hin mestu harðæri, vesturfarir í algleymingi, og hafði víða gripið um sig megn ótrú á landið og framtíðarmöguleika þess. Þó að erfiðlega gengi, gafst Guðmundur ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Tók hann nú að rita í blöð fjölda greina um menningar- og framfaramál, en var allþunglega tek- ið. Var honum borin á brýn framhleypni og þarflaus af- skiptasemi af málefnum, sem aðrir þóttust bera meira skynbragð á en hann. Erfitt reyndist honum einnig að koma skólahugmynd sinni á fastan fót, þrátt fyrir þraut- seigju og óbilandi trú á mikilvægi þeirrar starfsemi. Hef- ur hann sjálfur lýst þeirri viðleitni sinni svo: „Svo fór ég um tíma til séra Arnljóts [Ólafssonar á Bægisá]. Reyndist hann mér ætíð manna bezt. Hélt svo tímaskóla þar fyrsta veturinn og fjölda fyrirlestra við Eyjafjörð. Annan veturinn hélt ég skóla á Litlahamri í Eyjafirði og svo fyrirlestra hingað og þangað. Þriðja veturinn skóla í Laufási, og tvo næstu vetur á Akureyri, og fyrirlestra jafnframt. Var það í rauninni lýðháskóli, er

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.