Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 28

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 28
94 MENNTAMÁL ar drepi niður allt athafnalíf. Aftur á móti er skortur á skólafræðslu eitt mesta vandamál þeirra þjóða, sem dreg- izt hafa aftur úr í framleiðsluháttum og annarri menn- ingu. Þetta ættu þeir að hugleiða, sem halda því fram, að skólar séu utanveltu atvinnulífsins. Því er alveg öfugt farið. Þeir eru undirstöðustofnanir þess. Mig langar að rifja upp fáein atriði úr sögu ís- lenzkrar barnafræðslu til þess að varpa ljósi yfir það ástand, sem hér ríkti, áður en barnaskólar tóku til starfa, og þær breytingar, sem stofnun skóla hafði í för með sér. Barnaskóli starfaði fyrst í Reykjavík á árunum 1830— 1849, en lagðist þá niður sakir fjárskorts. Það kostaði 13 ára baráttu að stofna nýjan skóla, og börðust þó beztu leiðtogar þjóðarinnar fastlega fyrir málinu nærri því á hverju þingi. Eru umræður um það harla fróðlegar. Jón Sigurðsson lýsir ástandinu í bæjum og sjóþorpum m. a. á þessa leið: „Það er sorglegt að sjá, hvernig börn á þess- um stöðum liggja eins og dýr upp við bæjarvegginn allan daginn og venjast á það sem börn að gjöra ekkert og læra ekkert, þetta er því miður of satt og kemur líka fram á hinum fullorðnu." Sem dæmi um gagnrök andstæðinga hans má nefna þessi orð úr ræðu hans: „Mér þykir merki- legt, að nokkur menntaður maður skuli segja, að barna- skóli sé þrældómsmerki á enni manna.“ Jón Hjaltalín landlæknir komst þannig að orði: „Hér sjá menn of mik- ið af því, hvernig börnin hlaupa tilsjónarlaust svo að segja allan daginn sjálfala um göturnar, gluggar eru brotnir, steinum kastað í hesta og stundum á menn, og um þetta er börnum kennt, og mun stundum allt of mikið hæft í því.“ Við skulum bera þessi ummæli saman við önnur um- mæli, sem rituð standa í Þjóðólfi 11. okt. 1875. Mun höf- undur þeirra vera séra Matthías Jochumsson. Að minnsta kosti eru þau sögð á ábyrgð hans, þar eð hann var rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.