Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 10
76
MENNTAMÁL
kennsluaðferðir og námsefni í framhaldsskólum einkum
High Schools og Colleges. í High Schools eru nemendur víð-
ast 12—18 ára gamlir. Mætti því ef til vill segja að þeir
samsvari unglinga-, mið- og gagnfræðaskólum hér, og
auk þess 2 eða þrem fyrstu deildum menntaskóla. College
samsvarar svo síðustu deildum menntaskóla og tveim eða
þrem fyrstu árum í háskóla hér. (Hér eftir verða High
Schools nefndir gagnfræðaskólar, en Colleges mennta-
skólar.)
Kennaramenntun í Bandaríkjunum er nokkuð með öðr-
um hætti en almennt gerist á Norðurlöndum. Að vísu eru
þar kennaraskólar, eða Teacher Colleges, sem veita al-
menna kennaramenntun, en þau veita jafnframt öll rétt til
framhaldsnáms við háskóla, og langflestir kennarar sækja
menntun sína til háskólanna. Megináherzla er lögð á upp-
eldisfræði, þjóðfélagsfræði og kennslutækni. Munu flestir
kennarar verja að minnsta kosti helmingi námstímans til
þessara fræða, en afganginum til faglegrar sérmenntunar,
ef um framhaldsskólakennara er að ræða.
Laun kennara fara eftir því, hve mikillar skólamenntun-
ar hlutaðeigandi kennari hefur aflað sér. Vel getur því
hent, að smábarnakennari hafi doktorsnafnbót í uppeldis-
fræði eða kennslutækni og hafi hærri laun en gagnfræða-
kennari, sem aðeins hefur magistersnafnbót. Doktor við
gagnfræðaskóla hefur sömu laun og maður með sömu nafn-
bót við barnaskóla. Algengt er, að kennarar sæki kveldnám-
skeið eða skóla, jafnframt því að kenna, til þess að auka
menntun sína og þar með laun. Þá sækja langflestir kenn-
arar námskeið á sumrin, að minnsta kosti öðru hverju.
Mun talið ófært, að kennari viðhaldi ekki þekkingu sinni
með námskeiðum þessum og ef ungir kennarar sækja ekki
námskeið, þá hækka þeir ekki í launum — fá ekki launa-
viðbót sökum aldurs. Launin munu vera bundin við mennt-
un vegna þess, að mikill kennaraskortur hefur verið í
mörgum ríkjum um langt skeið. Hafa því margir skólar