Menntamál - 01.10.1953, Page 9

Menntamál - 01.10.1953, Page 9
MENNTAMÁL 75 flokka og hver flokkur sendur til einhvers háskóla. Ég ásamt 23 öðrum kennurum vorum sendir til Syracuse há- skóla, sem er um miðbik New York ríkis. Bandaríkin eru samsett af 48 ríkjum, sem hafa mikla sjálfstjórn, eins og kunnugt er. í Syracuse hlýddum við á fyrirlestra og tókum þátt í ýmsum námskeiðum um uppeldismál, námsefni og kennsluaðferðir í Bandaríkjunum. Auk þess heimsóttum við fjölda skóla bæði í borginni og nágrenni hennar. Fengum við tækifæri bæði til þess að hlusta á kennslu og ræða við skólafólk. Við dvöldum rúma 3 mán. í Syra- cuse, þá var flokknum sundrað. Ég var sendur til fram- haldsskóla eins í Minnesota og dvaldi þar rúmar 3 vikur. Þá gafst mér kostur á að dvelja vikutíma við ýmsa skóla í Suðui’-Karólínu og loks eina viku í Florida. I Suður-Karó- línu heimsótti ég nokkra skóla fyrir negra, en í Flórida dvaldi ég við háskóla og kynnti mér einkum æfinga- kennslu kennara. Það sem hér verður sagt byggist eink- um á athugunum mínum á ofangreindum stöðum. Eins og ég áður sagði, þá hafa einstök ríki mikið sjálf- stæði t. d. eru kennslu- og launamál nálega einkamál hvers ríkis. Þegar þar við bætist svo, að margir skólar eru einkaskólar, enda þótt þeir verði að fullnægja viss- um lágmarkskröfum í hverju ríki, þá mun ljóst, að skólar vestra eru harla misjafnir. Má því vel vera að ég hefði kom- izt að nokkuð frábrugðnum niðurstöðum, ef ég hefði heim- sótt einhver önnur af ríkjum Bandaríkjanna. Það skal tekið fram, að ég valdi sjálfur þá skóla, er ég heimsótti, að undanskildum skólum í Syracuse og að nokkru leyti í Minnesota. í flestum ríkjum Bandaríkjanna mun nú vera skóla- skylda frá 7 ára til 16 ára aldurs, þ. e. 9 ár. Ég lagði litla áherzlu á að kynna mér kennslu í barnaskólum, þar eð grundvallarþekking mín á því skólastigi er næsta lítil, en notaði tímann eftir föngum, til þess að kynna mér

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.