Menntamál - 01.10.1953, Side 39

Menntamál - 01.10.1953, Side 39
MENNTAMÁL 105 HELGl ÞORLÁKSSON: Enn í heimboði til Danmerkur. Það telst varla í frásögur færandi, þótt íslendingur bregði sér utan. Frá því um sumarmál og fram yfir veturnætur eru allir farkostir lofts og lagar yfirfullir frá landi og að, og hvert farrými er fest með margra mánaða fyrirvara. Það sætir raunar engri furðu, þótt bekkurinn sé snemma selinn á Gullfossi okkar, svo góðar sem vistarverur eru þar og allur viðurgerningur frábær. Það er unaður, sem aldrei gleymist að sigla suður um höfin á sólbjörtum júnídegi. Þegar hlý hafgolan ber angan óþekktra skóga að vitum farþcgarma á leið inn Skagerrak, þá veldur eftirvæntingin andvöku. Ævintýrið er að verða að veruleika. Það var regnsúld, þegar Gullfoss lagðist að bryggju í Kaupmanna- höfn II. júní síðastliðinn, og 15 íslenzkir kennarar stigu þar á land meðal annarra farþega. En það var sólarbros í augum hinna dönsku gestgjafa, sem þar buðu okkur velkomin, og sólskin og bliða einkenndi alla dvalardaga okkar í Danmfirku. Meðal danskra kennara — og raun- ar marga annarra — eiga íslendingar nú aðeins hlýju að mæta. Af því viðmóti eru þessi gagnkvæmu kennaraheimboð mótuð. í þessari annarri heimboðsför íslenzkra kennara voru þátttakendur Jressir: Frá barnaskólum: Auður Eiríksdóttir ,Reykjavík, Björn Daníelsson, Sauðárkróki, Gauti Hannesson, Reykjavík, Halldór Sölvason, Reykjavík, Hermann Ei- ríksson, Keflavík, Hjörtur L. Jónsson, Glerárjrorpi, Jóna Sveinsdóttir, Siglufirði, Sigurður Eyjólfsson, Selfossi, Sigvaldi Kristjánsson, Rvík. Frá framhaldsskólum: Aðalbjörg Hólmsteinsdóttir, Reykjavík, Gestur Ólafsson, Akureyri, Ilalldór Guðjónsson, Reykjavík, Helgi Þorláksson, Reykjavík, Þor- gerður Þorgeirsdóttir, Reykjavík, Þórarinn Þórarinsson, Eiðum. Frá Kennaraskólanum — brautskráðir nemendur 1953: Eyjólfur Þ. Jónsson, Guðlaugur Torfason, Margrét Sigurþórsdóttir og Sigriður M. Jónsdóttir. ' Danir buðu að vísu fimm frá Kennaraskólanum, en einn varð að

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.