Menntamál - 01.10.1953, Page 36

Menntamál - 01.10.1953, Page 36
102 MENNTAMÁL hans um starfsaðferðir og efnisval er mjög skert. Hins vegar er kennsla ýmissa námsgreina þess eðlis, að hún verður svo bezt nokkurs virði, að persónufrelsi kennara og nemenda sé ekki misboðið. Við það bíður hin and- lega nautn af náminu hnekki og þá jafnframt ávöxtur- inn. Sérstaklega á þetta við um námsefni, þar sem per- sónulegt mat, sjálfstæðar athuganir og vinnuaðferðir koma mest til greina, svo sem bókmenntir, sögu, náttúru- fræði og landafræði. Hins vegar kemur þetta síður að sök, þegar námsefnið er að miklu leyti fólgið í formsatriðum og meginreglum svo sem málfræði, stafsetning, greina- merkjasetning, stærðfræði og eðlisfræði. Er þó mjög æskilegt, að nemendur iðki sjálfstæðar athuganir í eðlis- fræði, en skilyrði til þess eru víðast hvar næsta lítil í ís- lenzkum skólum. Á uppeldismálaþingi 1951 var gerð samþykkt, þar sem látin var í ljós sú skoðun, að stefna beri að því að af- nema landspróf miðskóla í öðrum greinum en íslenzku, er- lendum málum og stærðfræði. Með þessu væri mjög bætt úr ágöllum prófsins. Geta má þess, að dönsk nefnd, sem fjallaði um tilhög- un kennaramenntunar, lagði nýlega til, að líkt fyrirkomu- lag yrði haft á inntöku í kennaraskóla. Samræmt próf skyldi haldið aðeins í dönsku, stærðfræði og erlendum málum. I öðrum greinum áttu að duga próf frá þeim skólum, þar sem nemendur höfðu stundað nám. Hvaða rök liggja þá til þess að halda landspróf mið- skóla, úr því að það er slíkum vandkvæðum háð? Ákvæðin um það voru einkum sett til þess að auðvelda þeim, sem búa utan Reykjavíkur og Akureyrar aðgöngu að æðri menntastofnunum. Það er útgjaldasamt að kosta ungling 6—7 vetur í menntaskóla fjarri heimili sínu og mörgu foreldri ofviða. Mikill munur er á því, að veturnir séu ekki nema 4, auk þess sem unglingar eru stórum bet- ur færir um að afla sér nokkurra tekna sjálfir hin síðari

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.