Menntamál - 01.10.1953, Side 6

Menntamál - 01.10.1953, Side 6
72 MENNTAMÁL ég hélt þessa vetur, og var danskur kennari mér til að- stoðar tvo fyrstu vetur þessa. Annars hef ég alltaf kennt í anda og formi lýðháskólans, haldið alltaf fyrirlestra við kennsluna. Sjötta veturinn hélt ég tímaskóla á Akureyri og fjölda fyrirlestra. Var þeim jafnan vel tekið. Margir tóku skóla mínum vel í fyrstu, en það fór af með tím- anum. Frá 1887 til 1898 var ég umgangskennari í Axar- firði og Kelduhverfi. . . . Svo var ég eitt ár við kennslu og jarðabætur á Langanesströnd. . . . Og seinast 4 ár við sömu störf á Langanesi. Var þar í fyrstu fullgott útlit fyrir kennslustarfið. En ekki þreifst unglingaskóli sá, er ég stofnaði þar.“') Eftir alla þessa baráttu, er lauk með ósigri, hvarf Guð- mundur árið 1903 af landi brott. ,,Það gerði ég þó ekki að gamni mínu“, segir hann í æviágripi því, sem fyrr var til vitnað. Hélt hann nú aftur til Noregs. Þar var þá ung- mennafélagshreyfingin risin á legg. Hreifst Guðmundur af henni og gerðist brátt atkvæðamikill liðsmaður í þeirri fylkingu. Um sex ára skeið ferðaðist hann víðs vegar um Noreg og Danmörku og flutti fyrirlestra um margvísleg efni. Var fyrirlestrum hans vel tekið hvarvetna. Segir hann, að sér hafi aldrei liðið betur um dagana en þessi árin. Árið 1909 kom Guðmundur heim til Islands að nýju. Settist hann að í Hafnarfirði og hóf þegar ötult starf á vegum ungmennafélaganna, en þá var ungmennafélags- hreyfingin sem óðast að ryðja sér til rúms hér á landi. Var Guðmundur um hríð ritstjóri ,,Skinfaxa“, en ferðaðist jafnframt um landið og flutti fyrirlestra, aðallega á veg- um ungmennafélaganna. Hélt hann því áfram til dauða- dags, 1919. Var honum hvarvetna vel fagnað, þar er hann fór um byggðir landsins. Þóttu fyrirlestrar hans fróð- 1) „Óðinn" júní 1909.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.