Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 12
78 MENNTAMÁL Einkaskólar fá þetta að sjálfsögðu ekki. Aftur á móti styrkir sambandsstjórnin alla skóla nokkuð, sem fullnægja vissum lágmarkskröfum. Mun það vera sérstaklega til matarframreiðslu og aksturs barna úr og í skóla. í öllum sveitaskólum og flestum kaupstaðaskólum, sem ég sá, voru sérstakir skólabílar, sem sáu um flutning barnanna. í einum skóla, sem ég heimsótti, höfðu þeir um 30 stóra bíla til slíkra flutninga. Ekki skulu þó lesendur halda, að allar skólabyggingar séu til fyrirmyndar í Bandaríkjunum. í mörgum landbún- aðarríkjum getur að líta skólahús svo léleg og illa útbúin, að ég efast stórum um, að við teldum þau nothæf. Má vera, að menn geti gert sér þetta í hugarlund, þegar þess er gætt, að útgjöd til kennslu eru í Mississippiríki fimm sinnum lægri á hvern nemanda í skólum en í New York- ríki. Víðast eru það negraskólarnir í Suðurríkjunum, sem eru sérstaklega á eftir tímanum. Þó eru þar undantekn- ingar. I höfuðborg Suður-Karólínu voru skólar negranna yfirleitt nýrri og betur búnir að tækjum en skólar hinna hvítu. Valda því sambandslög, sem kveða svo á, að nýr skóli, sem byggður er, skuli koma í stað elzta skóla hlutað- eigandi fræðsluhéraðs, ella fær hann engan rekstrarstyrk. Negraskólarnir í Karólínu voru elztir. Þess vegna eiga negrarnir nú alla skóla, sem reistir hafa verið síðan um 1940. Rétt er ef til vill að ég skjóti því hér inn, að ég leit svo á, að ég gæti minna af því lært, sem lélegt er og á eftir tímanum, þótt segja megi, að vítin séu til þess að varast þau, heldur af hinu sem gott er og fullkomið. Ég lagði því aðaláherzlu á að kynna mér góða skóla, þar sem tækni og fræðsla var talin á háu stigi. Eins og ég áður drap á, þá er víðast skólaskylda til 16—17 ára aldurs í Bandaríkjunum. Sökum þess að ung- lingar eru skyldaðir til þess að sækja skóla, þá er talið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.