Menntamál - 01.10.1953, Page 19

Menntamál - 01.10.1953, Page 19
MENNTAMÁL 85 í Syracuse með meira en 2000 nemendum, hringdi skóla- stjóri brunabjöllunni fyrir okkur, til þess að sýna okkur, hve skjótt mætti rýma þessa gömlu timburbyggingu. Á tæpum 4 mín. voru allir komnir út. Enginn sást hlaupa, allir gengu rösklega með kennara í broddi bekkjardeildar. Daglegur kennslutími er víðast 6 klst. þar af er einni stund varið til fimleika eða íþrótta. Algengast mun að temja nemendum boltaleiki ýmsa og dans í stað leikfimi. Þá munu flestir skólar gefa nemendum eina stund frjálsa í viku hverri. Verða nemendur þá að vinna að tómstunda- áhugaefnum. Sumir æfðu hljómlist eða leiklist, aðrir voru við efna- eða eðlisfræðitilraunir. Margir drengir æfðu boltaleiki, hnefaleik, frjálsar íþróttir, og aðrir lærðu að búa til mat. Þeir, sem engin sérstök áhugamál höfðu, urðu að lesa á bókasafninu undir umsjá bókavarðar. Skólafélög nemenda eru víða mjög öflug og hafa stund- um hrundið ótrúlega miklu í framkvæmd. Oft leita skóla- stjórar samstarfs við nemendafélög, ef þeim þykir t. d. framkomu nemenda eitthvað ábótavant, eða honum finnst að skólinn ætti að hrinda einhverju í framkvæmd, en ekki er fé til framkvæmdanna. Þá er oft tækifæri til þess að sýna, að nemendur hafi lært eitthvað í skólanum. í sumum skólum sáu nemendur um allt viðhald innanstokksmuna, málningu á húsi og viðgerðir rafmagnstækja, svo nokkuð sé nefnt. Flestir skólar í Bandaríkjunum reka mikla auglýsinga- starfsemi og áróður um starf sitt og samvinna við forráða- menn nemenda er víða mjög náin. Ég hef þegar verið alllangorður um skóla þar vestra, og er þó að sjálfsögðu margt ósagt enn. Ég vil þó, frem- ur en að fjölyrða meira um skóla þar vestra, benda á nokkur atriði, sem athuga mætti, hvort við gætum notað hér heima. Þar verður þá fyrst fyrir áherzla sú er lögð er á uppeldisstarfið. Hér á íslandi er nú mikið kvartað undan þroskaleysi og jafnvel siðleysi unglinga. Ættu skólar okk-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.