Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 16

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 16
82 MENNTAMÁL óæfða menn eins og mig, að lesa út úr spjaldskrá, hvert sé aðaláhuga- eða hugðarefni hlutaðeigandi nemanda. Að sjálfsögðu geta því leiðbeinendur skólanna þetta miklu fremur, því þeir hafa oft ekki annað starf en það að ráða fram úr vandamálum nemenda, finna orsakir þess, ef nemandi er örðugur í kennslustund eða kemur ókurteis- lega fram við félaga sína, kennara eða aðra, en þó fyrst og fremst að hjálpa nemendum að finna þeirra réttu hillu í lífinu. Var mér tjáð, að yfir 95% af nemendum sýndu hæfileika, er gerðu þá betur hæfa til einhvers eins starfa en annarra, og venjulega færi svo, að unglingarnir væru ánægðastir með að vinna þann starfa, sem þeir væru hæfastir til. Að sjálfsögðu geta orðið árekstrar við heim- ilin, ef foreldrana hefur dreymt um, að barn þeirra skuli ná einhverri ákveðinni stöðu í þjóðfélaginu, sem það hefur hvorki hæfileika né hug á. Kennsluaðferðir eru margvíslegar í skólum vestra, en ein er sú aðferð, sem virðist eiga miklum vinsældum að fagna. Er hún mikið notuð við kennslu í sögu, landafræði, þjóðfélagsfræði og ensku í svonefndum progressive schools, sem ef til vill mætti kalla tilrauna- eða framsóknarskóla, framsóknar þá í upprunalegri merkingu þess orðs. í stór- um dráttum er aðferðin sú, að kennari, kennslubók eða nemendur gefa verkefni eða viðfangsefni. Setjum t. d. að viðfangsefnið væri fiskveiðar íslendinga. Nemendur skipa sér þá í flokka, 2—4 í hverjum, sundurliða verkefnið, t. d. skip, veiðarfæri, tegundir, markaðir o. s. frv. Hver flokk- ur fær ákveðið viðfangsefni. Kennarinn bendir á rit eða bækur um efnið (venjulega eru heimildarrit nefnd í kennslubókinni). Rétt er að taka það fram hér, að hver einasti skóli, er ég sá, átti allmikið safn bóka og tímarita, og lestrarsalur er í öllum skólum. Börnin skrifa svo niður höfuðdrættina í þeim upplýsingum, er þau finna eða það, sem þeim finnst markverðast. 1 næstu kennslustund gera þau grein fyrir árangrinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.