Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 37

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 37
MENNTAMÁL 103 ár í menntaskóla en hin fyrri. Það er ekki heldur girni- legt fyrir foreldra að senda 12—13 ára börn til langdval- ar í skóla fjarri byggðarlagi sínu. Börnum á þeim aldri er full þörf á umhyggju og eftirliti foreldra sinna. Þessir örðugleikar að koma unglingum til framhalds- náms hafa valdið miklu um það, að fólk hefur flutzt bú- ferlum til Reykjavíkur og Akureyrar og önnur byggða- lög oft verið svipt beztu þegnum sínum af þeim sökum og þeir sjálfir misst rótfestu. Auk þessa er það mikilsvert menningai’mál fyrir ein- stök héruð og bæi að geta sjálf séð ungmennum sínum fyrir uppeldi og fræðslu sem allra lengst. Tengslin við æskustöðvarnar verða fastari, ræktin dýpri og áhrifin varanlegri. Byggðarlögin aukast að sjálfsvirðingu og manndómi við að eiga og annast menntastofnanir handa æskulýð sínum. LOKAORÐ. Nú hef ég leitazt við að skýra nokkur helztu nýmæli í síðustu fræðslulöggjöf. Með henni tókst þjóðfélagið á hendur að leysa tiltek- in vandamál, sem kölluðu að á þeim tíma, sem hún var sett. Þessi vandamál hafa ekki horfið úr sögunni síðan og engar líkur til, að þau geri það að óbreyttum aðstæð- um. Þau eru einkum í því fólgin, eins og áður var lýst, að uppeldisskeið vaxandi kynslóða hefur lengzt vegna breyttra atvinnu- og þjóðfélagshátta. Hin nýju viðfangs- efni, sem skólar landsins fengu við að glíma, hafa ekki reynzt alls kostar auðleyst, og þau hafa haft mikinn kostnað í för með sér. Þetta hefur vakið nokkura óánægju. Imprað hefur verið á því að stytta skólaskyldu og hætta við verknám í gagnfræðaskólum. Slíkar tillögur eru þó flótti frá vandanum, en ekki lausn á honum. Skólahald mundi taka nauðalitlum breytingum, þótt skólaskylda

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.