Menntamál - 01.10.1953, Side 17

Menntamál - 01.10.1953, Side 17
MENNTAMÁL 83 af rannsóknum sínum, bekkurinn skrifar niður, og þannig fæst vinnubók, sem börnin hafa sjálf tekið saman. Ef niðurstöður einhvers vinnuflokksins voru óljósar, þá virt- ist bekkurinn spyrja miskunnarlaust og láta óánægju sína í ljós, ef ekki fengust svör. Nokkur ys var í bekkjardeild- um sums staðar, þar sem þessi kennsluaðferð var notuð, þó virtist það eingöngu komið undir stjórnsemi kennarans. Víðast töluðu börnin í hálfum hljóðum, svo manni virt- ist bekkurinn minna fremur á lestrarsal landsbókasafns- ins en venjulega kennslustund. Kennsluaðferð þessi þykir einkum gefast vel í yngri deildum, þar sem seinum og fljótum, heimskum og vitrum er skipað saman í deildir. Að sjálfsögðu læra velgefin börn meira af þeim niðurstöðum, sem nefndirnar komast að, en þeir treggáfuðu hafa starfað með. Eitt af aðalverkefnum kennarans og bókavarðar er að sjá um, að allir starfi. Það er gert mikið að því að slá á þá strengi hjá börnunum, að bekkurinn sé lítið þjóðfélag, þar sem allir séu jafnréttháir, og þar sem hjálpsemi sé borgaraleg skylda. Heimavinnu er að jafnaði ekki krafizt. Allt starf er unnið í skólanum, en þó sögðu mér kennarar, að mörg börn læsu mikið heima. Þetta á annars við um alla gagnfræðaskóla, er ég kynntist í Bandaríkjunum, heima- vinna var lítil eða engin. Fjölda margir nemendur stunduðu einhverja atvinnu, eftir að skóla lauk á daginn, t. d. í matsöluhúsum, þvotta- húsum, verzlunum, sendiferðum o. s. frv. — Mjög sjald- gæft er að sjá okkar yfirheyrsluaðferðir, þó munu þær til, en eru sem óðast að hverfa. Ekki tel ég nokkurn vafa á því, að kennsluaðferð sú, er áður var lýst, útheimtir miklu meiri vinnu, alúð og hæfni af kennaranum en kennsluað- ferðir þær, er við eigum að venjast. Mér virtust kröfur þær er góður skóli gerði til kennara sinna, svo miklar, að aðeins úrvalsmenn gætu fullnægt þeim. Vinnutími kennara er langur. Víðast verða þeir að koma kl. 8 árdegis og vera til 4 síðdegis. Og tíminn frá 8—8.30 er ætlaður til að undir-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.