Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 18
84 MENNTAMÁL búa dagsstarfann en 3.30—4.00 til þess að ganga frá kennslustofu og til íundarhalda. Á þessu tímabili eiga þeir þó eina frístund. Öll börn neyta hádegisverðar í skólun- um í matsal skólans. Ef börn eru yngri en 13 ára í skólan- um, verður kennarinn að sitja við borð með nemendum sínum og borða með þeim og bera ábyrgð á framferði þeirra. Þess má geta, að matur er framreiddur í öllum skólum og seldur nemendum og kennurum við kostnaðar- verði efnisins. Sveitarfélag og sambandríki greiða mat- reiðslufólki laun. Sambandsstjórnin kaupir oft feikn af landbúnaðarvörum, til þess að halda verði þeirra uppi, það er eins konar hjálp við landbúnaðinn. Vörubirgðir þessar fá skólar og her fyrir mjög lágt verð. Bæði kennar- ar og nemendur sækja matarskammt sinn að framreiðslu- borði og skila matarílátum við uppþvottavél. I mörgum skólum vinna nemendur við matreiðslu. Það er ein náms- greinin. Frímínútur eru venjulega aðeins 3—5 mín., eða eins og það tekur nemendur að skipta um kennslustofu. Hver námsgrein er bundin við ákveðna stofu, og þar liggja frammi tímarit og handbækur hlutaðeigandi greinar. Á þennan hátt verða oftast ákveðnir menn ábyrgir fyrir hverri kennslustofu, og kennaranum er þá umhugað um, að nemendur hagi sér prúðmannlega og gangi vel um í hans stofu. Agi og regla virtist vera í mjög góðu lagi en víða með allt öðrum blæ en hér gerist eða á Norðurlöndun- um. í Bandaríkjunum virtist lögð mikil áherzla á að láta börnin skilja það, að agi og regla er nauðsynleg þeirra vegna, ekki skólans eða kennarans. Það er með öðrum orðum keppt að því að gera börnin félagslega þroskuð þegar á unga aldri. Oft sá ég 10—12 ára krakka stöðva umferð á götum og þjóðvegum með sérstökum fána, á meðan skólasystkini þeirra fóru yfir veginn. Og hve oft hef ég ekki undrazt reglu þá og alvöru, sem ríkt hefur á nemendafundum, sem ég hef setið. í stórum gömlum skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.