Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 55
MENNTAMAL
121
ig ráða að laun kennara verða engan veginn sambærileg við laun iðn-
iærðra manna.
Ef kennslutími yrði styttur frá því sem nú er, er augljóst mál að
beinlínis væri óskynsamlegt fyrir unga menn, að leggja út í liið
langa nám, sem þarf til þess að öfflast kennararéttindi viff framhalds-
skóla, með tilliti lii Jress að gera kennslustörf að lífsstarfi sínu og
byggja afkomu sína á því. Jafnframt rná telja víst, að margir starfandi
kennarar neyddust lil Jiess að láta af kennslustörfum og leita lífvæn-
legra starfa, og má gera ráð fyrir, að meðal þeirra verffi fyrst og fremst
hinir mikilhæfari starfskraftar, sem flestra annarra kosta eiga völ.
Það, sem hér hefur veriff sagt, er að sjálfsögðu ekki rök gegn því
að kennslutíminn yrði styttur, ef að jafnframt yrðu gcrðar hliðarráð-
stafanir til að tryggja skólum landsins a. m. k. jafngóða starfskrafta
og Jreir nú hafa, en verði Jiess ekki gætt, eru Jretta veigamikil rök
gegn styttingu kennslutímans.
Formaður ofangreindrar nefndar hefur komizt svo að orði í út-
varpserindi, að ríkið hefði ekki efni á Jrví að eyða minna en 60
milljónum króna til skólamála. Þingið er fyllilega samþykkt Jiessari
skoðun, en vill benda á, að ])að liefði þá síður efni að eyða lil Jjess
t. d. 55 milljónum króna, eí árangur starfsins rýrist að mun, ekki
sízt ef liöfð er í huga sú feikna sóun á starfskröftum þúsunda ung-
linga og misheppnuð uppeldisáhrif, sem stafað geta af léfegu skóla-
starfi.
Hvað sem ofangreindri hlið málsins annars viðvíkur, vill þingið
ennfremur benda á að aðalstarf þess og stjórnar sambandsins hafa ver-
ið og eru skóla- og uppeldismál, og vill )>ví eindregið óska þess, að
landssambandinu verði gefinn kostur á að kynna sér niðurstöður
nefndarinnar og aðrar fyrirhugaðar breytingar á mikilvægum skólamál-
um, áður en }>ær eru endanlega ákveðnar eða koma til framkvæmda.
Þingið felur stjórn sambandsins að koma samjjykkt Jjessari til nefnd-
arinnar og til fræðslumálastjórnar.