Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 21

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 21
MENNTAMÁL 87 að flest ungmenni leita sér lífsstarfs þar sem þeir geta notað þá reynslu, sem þeir hafa fengið í skólum, þ. e. í skrifstofu eða í verzlunum. Ég hef hér mest rætt um gagnfræðastigið, en ekki mun ástandið vera betra í menntaskólum okkar, nema síður sé. Orð Sigurðar heitins skólameistara á Akureyri eiga við um alla skóla, en hann sagði eitt sinn svo: „Ef meira en helmingur nemenda í bekkjardeild eru áhugalausir og óstýrilátir, þá er eitthvað að athuga við námsefni, kennslu- aðferð eða kennara.“ Ég bæti við frá eigin brjósti: Ef einn nemandi í deild vinnur ekki, eða gerir sér eklti gagn, þá er ástæða fyrir því. Þá ástæðu er oftast hægt að finna, og má þá ryðja henni úr vegi eða breyta samkvæmt henni, ef aðstæður eru fyrir hendi. Aðalatriðið er, að þeir, sem með kennslumál fara geri sér ljóst hvers nútímaþjófélag krefst af borgurum sínum, og reyni að gera nemendur sem hæfasta að mæta þeim kröfum með samstarfi og sam- ráði við nemendur. Áhrifa skóla til góðs eða ills gætir ekki aðeins, á meðan nemandi er á skólabekk heldur oftast, mestan hluta ævi hans. Afköst einstaklinga í þjóðfélaginu og jafnvel lífsham- ingja þeirra er mjög undir því komin, að þeir finni það starf, þar sem meðfæddir hæfileikar og hneigð njóta sín bezt. Skólar okkar taka í dag mjög lítið tillit til hæfni nemenda og hjálpa þeim lítið eða ekki til þess að finna verk- efni við þeirra hæfi. Ég lít svo á, að los það og siðspilling, sem nú gerir mjög vart við sig meðal æðri og lægri í þjóð- félagi okkar, sé hávær krafa til skólanna um breytta starfs- háttu. Væri ekki rétt að athuga þær kröfur eitthvað nánar, áður en þeim er vísað á bug?

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.