Menntamál - 01.10.1953, Side 23

Menntamál - 01.10.1953, Side 23
MENNTAMÁL 89 rædd voru, lutu einkum að fyrirkomulagi, stjórn og og áframhaldandi mótun félagsskaparins. Eitt mál al- mennara eðlis var þó á dagskrá. Var það titlað: Mark- mið, skipulag og starfsemi félagasamtaka menntaskóla- kennara." Var þá ekkert rætt um starf kennara? „Jú, oft var að því vikið í ræðum manna og sömuleiðis kjörum þeirra. Þegar umræðum um þetta aðalmál var lokið, flutti fulltrúi frá hverju landi stutt ávarp og gerði nokkura grein fyrir félagsskap stéttar sinnar í heimaland- inu og færði stjórn mótsins og fulltrúum kveðjur og árnaðaróskir. Seinni dagana, 31. júlí til 4. ágúst, var haldinn fund- ur WCOTP.“ Hvað var þar rætt? „Auk venjulegra fundarstarfa var eitt almennt mál á dagskrá: Samvinna foreldra og kennara.“ Voru flutt erindi um það? „Fyrst var haldið framsöguerindi, en síðan urðu um það miklar umræður." Voru skoðanir manna skiptar? „Víst var svo. En flestir munu hafa talið samvinnu í einhverri mynd ekki aðeins æskilega, heldur og nauðsyn- lega. Á báðum þessum mótum voru tvær þjóðtungur .jafn- réttháar, enska og franska, og þurfti því að túlka af öðru málinu á hitt. Tafði þetta fyrir fundarstörfum og gerði þau þunglamalegri. Einn dag eftir morgunfund fóru fulltrúar skemmti- ferð til fæðingarstaðar Shakespeares, Stratford-on-Avon, og skoðuðu flest það, sem minnti á hinn mikla skáldjöfur, og horfðu á sýningu á Kaupmanninum í Feneyjum. Frá London flaug ég til Óslóar 3. ágúst og dvaldist þar einn dag, áður en mótið þar hófst. Mót þetta nefndist 16. norræna skólamótið og var

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.