Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 51

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 51
MENNTAMÁL 117 skap. Telur fundurinn, að öldrykkja mundi hafa í för með sér mikla hættu íyrir æskulýðinn. Enn fremur lýsir fundurinn sig mótfallinn rýmkun á veitingum áfengis. 3. Fundur héraðs- og gagnfræðaskólastjóra, haldinn í sept. 1953, leyfir sér að gelnu tilefni að átelja liarðlega, að ábyrg blöð taki afstöðu til eða leyfi umræður um samskipti skólastjóra og nemenda í skólum landsins, áður en málavextir liggja fyrir frá báðunt aðilum. Bindindisfélag kennara. Þann 15. júní s. 1. var stofnað Bindindisfélag íslenzkra kennara (B. í. K.). Stofnfundur þessa félagsskaþar var haldinn í Melaskólanum í Reykjavík. Stofnendur voru 52 kennarar víðs vegar að af landinu og úr flestum skólaflokkum. — I 2. grein félagslaga segir svo: „Tilgangur félagsins er að vinna að lieilbrigðu Jtjóðaruppeldi á grundvelli bindindissemi í iillum stéttum þjóðfélagsins.“ Hyggst félagið að ná þessurn tligangi m. a. með skipulegri fræðslu um bindindismál í skólum landsins, námskeiðum, útgáfu fræðslu- rita og með því að safna saman í eina félagsheild öllum jteim kenn- tirum á íslandi, sem áhuga hafa fyrir bindindismálum. Fyrst um sinn er hér aðeins um að ræða eitt félag fyrir allt landið, en ætlunin er að stofna deildir í bæjum og héruðum. Þegar svo er komið, verð- ur B. í. K. landsamband samtakanna. Sutur fræðslumálastjóri, Ingimar Jóhannesson, flutti ávarp á stofnfundinum, hvatti til átaka um bindindismálin innan kennara- stéttarinnar og óskaði félagsskapnum velfarnaðar. Hannes J. Magnús- son, skólastjóri á Akureyri, er var fundarboðandi, skýrði frá starfsemi hliðstæðra félaga á Norðurlöndum. í stjórn vortt kosnir: Formaður Hannes J. Magnússon, skólastjóri, Akureyri, varaforntaður Brynleifur Tobíasson, áfengismálaráðunautur, Ak., ritari Jóhannes Óli Sæmundsson, Árskógi, vararitari Eiríkur Sigurðsson, Akureyri, og gjaldkeri Þórður Kristjánsson, Reykjavík. Kosnir voru 3 fulltrúar til að mæta á norræna bindindisþinginu, sem háð verður í Reykjavík síðar á þessu sumri: Ilannes J. Magnússon, Marinó L. Stefánsson, Þorsteinn G. Sigurðs- son. Lög B. í. K. mæla svo fyrir, að aðalfundur þess skuli haldinn í júnl eða júlí á ári hverju. Hnnnes /. Magnússon, fundarstj. Jóhannes ÓIi Sœmundsson, fundarr.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.