Menntamál - 01.10.1953, Side 58

Menntamál - 01.10.1953, Side 58
124 MENNTAMÁL son. Forseti fundarins, Sveinn Gunnlaugsson, þakkaði bæjarstjórn Jsa- fjarðar fyrir ágætar viðtiikur. Stjórn ICennarafélags Vestfjarða var endurkosin, en stjórnina skipa: Form. Bjðrgvin Sighvatsson, ísaf., ritari Matthías Guðmundsson, Isaf. og gjaldkeri Kristján Jónsson, Hnífsdal. Bækur sendar Menntamálum. Handbók i átthagafrœði eftir Sigurð Gunnarsson og Eirík Stefáns- son, gefin út sem fjölritað handrit af S. í. B. í formála segir stjórn S. í. B. m. a.: „Á fulltrúaþingi S. í. 15. vorið 1950 var kosin 5 manna nefnd, er m. a. skylcli athuga möguleika á, Itvað hægt væri að gera til að bæta vinnuskilyrði kennara við átthaga- fræðikennslu. Nefndin var sammála um, að brýn nauðsyn væri á handbók fyrir kennara. Þeir Eiríkur Stefánsson kennari á Akureyri og Sigurður Gunnarsson skólastjóri á Húsavík, sem báðir áttu sæti í nefndinní, urðu við eindregnum tilmælum annarra nefndarmanna að taka slíka bók saman. Þá var Marinó Stefánsson kennari í Reykjavík fenginn til að gera myndir í samræmi við efni bókarinnar. Þegar leitað var fyrir sér urn útgáfukostnað þessa verks, reyndist liann mjög mikill meðal annars vegna hinna fjölmörgu mynda. Það varð því að ráði að gefa þetta út scm fjölritað handrit að þessu sinni á kostnað Samltandsins. ... Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur aðalútsölu bókarinnar." Má ég lesa I. Stafrófskver og lesbók handa litlum börnum. Vilberg- ur Júlíusson tók saman. Utg. Leiftur Reykjavík. Skólaráð barnaskól- anna hefur saniþykkt þessa bók sem kennslubók f lestri. Stafrófskver. Vinnubók í stöfun fyrir byrjendur eftir Valdimar Oss- urarson. Bókaútgáfan Valur, Reykjavík 1953. í formála segir höfundur m. a.: „Stafrófskvcr þetta er ætlað til kennslu bæði heima og í skóla fyrir ólæs börn fyrstu kennslumánuðina eða lengur. Það er tilraun til að leysa þann vanda að láta barnið hafa eitthvað handa á milli, meðan það er að læra að þekkja stafina eða hljóð þeirra eða hvort tveggja."

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.