Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 32

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 32
98 MENNTAMÁL einir unglingar fari varhluta af fræSslu og sé því ekki ástæða til að fást um þá, þegar meginþorrinn sæki skóla án allra lagafyrirmæla. En á það er að líta, að vanræksla um uppfræðslu er þeim, sem hún bitnar á, mikill hnekk- ir, getur jafnvel bannað þeim flestar bjargir, svipað og örorka. Nú á tímum þykir skylt að vernda unglinga gegn þess konar böli. Skólaskyldan er því öðrum þræði vernd- arlöggjöf, en ekki nauðung eða þrældómsmerki eins og misvitrir menn láta stundum í veðri vaka. Nú er að vísu ekki til neinn æðsti dómur í því máli, bvað sé hæfilega löng skólaskylda í hverju þjóðfélagi. Með þjóðum, sem við teljum okkur skyldastar að menn- ingu, tekur hún yfir 7—10 ár. Hér er hún 8 ár. En þess ber að gæta, að það er sízt lengri skólaskylda en 7 ára skólaskylda í nágrannalöndunum, þar eð árlegur skóla- tími er þar alls staðar miklu lengri. Miðað við þessi lönd er íslenzk skólaskylda í stytzta lagi. Brezk skólaskylda er t. d. röskum þriðjungi lengri. Þeirri röksemd er oft haldið fram gegn lengingu skóla- skyldunnar, að fjöldi unglinga sé þannig af guði gerður, að tilgangslaust sé að láta þá stunda skólanám. Þessi rök- semd gæti ekki síður átt við öll skólaskylduárin en þetta eina, sem við bættist. Ef eftir henni væri farið, ættum við að hætta við það strit og stríð að reyna að kenna öll- um andlega heilbrigðum börnum að lesa og skrifa, að ekki sé nefnt að reikna. Er þó óhætt að fullyrða, að náms- árangur er sjaldan meiri á einum vetri en síðasta skóla- skylduárið. Annars er það að minni hyggju varhugaverð skoðun að ætla, að þjóðfélagið geti látið sér í léttu rúmi liggja uppeldi þeirra barna og unglinga, sem minnsta hæfileika hafa til náms. Hitt er sönnu nær, að þar sé því að sumu leyti mestur vandi á höndum. Það er létt verk að hafa námstregðu þessa fólks í flimtingum, hitt er torveldara að veita því þá handleiðslu, sem til þess þarf að gera það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.