Menntamál - 01.10.1953, Page 32

Menntamál - 01.10.1953, Page 32
98 MENNTAMÁL einir unglingar fari varhluta af fræSslu og sé því ekki ástæða til að fást um þá, þegar meginþorrinn sæki skóla án allra lagafyrirmæla. En á það er að líta, að vanræksla um uppfræðslu er þeim, sem hún bitnar á, mikill hnekk- ir, getur jafnvel bannað þeim flestar bjargir, svipað og örorka. Nú á tímum þykir skylt að vernda unglinga gegn þess konar böli. Skólaskyldan er því öðrum þræði vernd- arlöggjöf, en ekki nauðung eða þrældómsmerki eins og misvitrir menn láta stundum í veðri vaka. Nú er að vísu ekki til neinn æðsti dómur í því máli, bvað sé hæfilega löng skólaskylda í hverju þjóðfélagi. Með þjóðum, sem við teljum okkur skyldastar að menn- ingu, tekur hún yfir 7—10 ár. Hér er hún 8 ár. En þess ber að gæta, að það er sízt lengri skólaskylda en 7 ára skólaskylda í nágrannalöndunum, þar eð árlegur skóla- tími er þar alls staðar miklu lengri. Miðað við þessi lönd er íslenzk skólaskylda í stytzta lagi. Brezk skólaskylda er t. d. röskum þriðjungi lengri. Þeirri röksemd er oft haldið fram gegn lengingu skóla- skyldunnar, að fjöldi unglinga sé þannig af guði gerður, að tilgangslaust sé að láta þá stunda skólanám. Þessi rök- semd gæti ekki síður átt við öll skólaskylduárin en þetta eina, sem við bættist. Ef eftir henni væri farið, ættum við að hætta við það strit og stríð að reyna að kenna öll- um andlega heilbrigðum börnum að lesa og skrifa, að ekki sé nefnt að reikna. Er þó óhætt að fullyrða, að náms- árangur er sjaldan meiri á einum vetri en síðasta skóla- skylduárið. Annars er það að minni hyggju varhugaverð skoðun að ætla, að þjóðfélagið geti látið sér í léttu rúmi liggja uppeldi þeirra barna og unglinga, sem minnsta hæfileika hafa til náms. Hitt er sönnu nær, að þar sé því að sumu leyti mestur vandi á höndum. Það er létt verk að hafa námstregðu þessa fólks í flimtingum, hitt er torveldara að veita því þá handleiðslu, sem til þess þarf að gera það

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.