Menntamál - 01.10.1953, Síða 20

Menntamál - 01.10.1953, Síða 20
86 MENNTAMÁL ar að láta þetta mál til sín taka meira en þeir nú gera? Það er engum vafa undirorpið, að þeir geta haft miklu meiri áhrif á þjóðfélagslegan þroska nemenda en þeir nú hafa, ef starfið er skipulagt. Þá er það valfrelsi námsgreina. í Bandarikjunum geta unglingar strax á 12—14 ára aldri valið sér þau viðfangs- efni, sem þeir hafa áhuga á, ef hæfileikar eru fyrir hendi og skólastarfið frá 12—18 ára aldurs gefur ekki aðeins ákveðin réttindi til framhaldsnáms í skólum. Maður, sem lagt hefur stund á málmsmíðar, vélaviðgerðir eða málara- iðn í skóla, hefur nokkur réttindi í þeim greinum, og er mjög skamma stund að öðlast full réttindi iðnlærðs manns. Eins og ég áður drap á þá hneigjast nú margar þjóðir að þessari stefnu og telja slíka kennslu og réttindi nauðsynleg iðnmenningu sinni. Tel ég lítinn efa á, að við ættum einnig að athuga mögu- leika á því að gera gagnfræðanám gagnlegra en það er nú. Mætti þá ef til vill athuga hvort ekki væri rétt, að kennsla, sem nú fer fram í húsmæðraskólum og iðnskólum, svo dæmi séu nefnd, að meira eða minna leyti, fari fram í gagnfræða- skólum. Treggáfaðir eða seinir nemendur, sem nú stunda nám í bóknámsgreinum gagnfræðaskóla og víðar, geta alls ekki tileinkað sér allt það bókvit sem nú er af þeim krafizt. Gefast þeir oft upp við nám og skapast af hinn versti slæpingsháttur og hyskni. Er þá eytt til einkis eða lítils gagns þeim æfiárum nemenda, sem þeir eiga auð- veldast með að ná leikni í verklegum greinum. Þegar menn hafa náð ákveðnum aldri, treystast þeir sjaldan til að hefja verkleg störf, sem þeim eru að öllu ókunn. Þetta er alkunnugt vandamál hér og á Norðurlöndum víða, en ná- lega óþekkt í Bandaríkjunum og Kanada. Mun skökk skóla- menntun eiga mikla sök hér á. Skólar okkar hafa lítið eða alls ekki leitað að hæfileik- um og áhuga nemenda sinna, heldur einhliða leitazt viö að þroska minnis- og framsagnargáfu, og svo undrast menn

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.