Menntamál - 01.10.1953, Side 57

Menntamál - 01.10.1953, Side 57
MENNTAMÁL 123 Frá Kennarafélagi Vestfjarða. Kennarafélag Vestfjarða hélt aSalfund sinn á ísafirði dagana 18. og 19. september s. 1. Formaður félagsins, Björgvin Sighvatsson, setti fundinn og bauð félagsmenn og gesti velkomna. Forseti var kjörinn Sveinn Gunnlaugs- son, skólastjóri, Flateyri. Fundinn sóttu 25 kennarar af Vestfjörðum, auk gcsta. A fundinum voru rædd ýmis félagsmál vestfirzkra kentiara. ASalmál fundarins voru tvö: 1. Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi í Rcykjavík, flutti mjög at- hyglisvert erindi ttm reikningskennslu í barnaskólum. 2. Aðalsteinn Eiríksson .námsstjóri gagnfræða- og heimavistarskól- anna, flutti erindi um endurskoðun á námsefni og námstíma í barna- gagnfræða- og mcnntaskólum. En cins og kunnugt er, Jrá hefur verið skipuð nefnd til að gera tillögur um j>au efni og á Aðalsteinn Eiríks- son sæti í nefndinni. Miklar umræður fóru frani um efni beggja erindanna og svöruðu frummælendttr fyrirspurnum, sem fram voru bornar. Eftirfarandi tillaga var samjiykkt með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða vill eindregið vara við jiví, að í náinni framtið verði gerðar gjörbreytingar á núverandi fræðslu- lögum." Ákveðið var, að næsti aðalfundur K. V. verði haldinn á Isafirði n. k. haust. Samjjykkt var að fela stjórn félagsins að fá hæfan mann til jx'ss að flytja, — á næsta fundi félagsins, — erindi um einhverja námsgrein og leiðbeina jafnframt kennurum í kennslu hennar. Það er áform K. V. að tengja saman aðalfundi félagsins og stutt, hagnýtt nántsskeið í einhverri einni námsgrein, svo félagsmönnum gefist tækifæri til, á ári hverju, að kynnast helztu nýmælum í kennslu hinna ýnrsu náms- greina. Fundinum bárust kveðjur og árnaðaróskir frá fræðslumálastjóra. Bæjarstjórn hafði boð inni lyrir fundarmenn i veitingasal Alþýðu- hússins. Forscti bæjarstjórnar, Birgir Finnsson, bauð gesti vclkomna og stjórnaði hólinu. Margar ræður voru fluttar. Meðal ræðumanna voru jieir Jónas B. Jónsson, Aðalsteinn Eiríksson og Þórleifur Bjarna-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.