Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 29
MENNTAMÁL
95
stjóri blaðsins. Tilefni þeirra var það, að mikill sparnaðar-
áhugi hafði gripið bæjarstjórn og hún stórhækkað skóla-
gjöld með þeim afleiðingum, að skólabörnum fækkaði úr
u. þ. b. 90 niður í 28. Ummæli Þjóðólfs hljóða svo:
„Vér viljum minna þessa herra bæjarstjóra á, að áður
en þessi skóli var stofnaður, voru götur og torg bæjarins
fullt af börnum, sem í stað þess að læra voru um hádag-
inn við leik og læti. Síðan brá svo skjótt við, að það vakti
gleði hvers góðs manns að sjá fjölda barna hvern til-
tekinn tíma ganga í skóla. Þó skólinn hafi ekki staðið
lengi — 13 eða 14 ár — þá eru nú mörg af þeim börn-
um, sem þar hafa menntazt, komin á fullorðins aldur, og
vér höfum menntun þeirri, sem þau hafa þar fengið, það
að þakka, að það er eins og nýtt líf, dáðmeiri og betri
bæjarbragur hafi hér síðan smám saman vaknað, og af
þeirri ungu kynslóð, sem þar hefur siðazt, eru margir af-
bragðsmenn að reglusemi, atorku og menntun, enda eru
þeir félagslegri í hvívetna en hinir, sem litla eða enga
menntun hljóta og alast upp í einræningsskap og tilsagn-
arleysi.“
Þetta var dómur Matthíasar Jochumssonar. Ætli aðrir
hafi verið honum skyggnari?
NOKKTJR VIÐFANGSEFNI MILLIÞINGANEFNDAR
í SKÓLAMÁLUM.
En nú skulum við víkja að fræðslulögunum nýju og
þeim verkefnum, sem fyrir hendi voru í skólamálum lands-
ins, um það leyti sem þau voru samin og sett.
Jafnframt því sem starfsgreinar verða fjölþættari og
flóknari, gerist sú breyting, að unglingar verða síðar til-
búnir að hefja starf í þeim. Þessi breyting hefur æ siglt í
kjölfar framfara í atvinnuháttum. Bernskan hefur lengzt,
undirbúningsárum fjölgað. í frumstæðum þjóðfélögum eru
börn og unglingar miklu fyrr komin til almennra starfa