Menntamál


Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 25

Menntamál - 01.10.1953, Qupperneq 25
MENNTAMÁL 91 skóla auk firnanna allra af línuritum varðandi skóla- starf. — Menntaskólar og sérskólar virtust þó eiga lítinn þátt í sýningunni. Enn fremur áttu gestir mótsins kost á því að taka þátt í smáferðalögum eftir frjálsu vali og á eiginn kostnað.“ Hvernig þóttu þér móttökur Norðmanna? „Þær þóttu mér góðar og rausnarlegar. Stjórnendur mótsins frá hverju landi og fyrirlesarar sátu veizlur víst einar fimm, m. a. veizlu hjá ríkisstjórn og aðra hjá bæjar- stjórn. Og verður ekki ofsögum sagt af hlýju og vináttu Norðmanna í garð íslenzkra gesta.“ Að loknu þessu 16. norræna skólamóti hélt Magnús til Stafangurs. Þar skyldi hann sitja landsmót norskra menntaskólakennara sem gestur og fulltrúi íslenzkra stöðunauta. Hvað var nú rætt þar? „Mót þetta hófst með hátíðlegri setningu í Rogalands- leikhúsi 10. ágúst, kl. 10Vi>. Þar voru staddir gestir frá öllum Norðurlöndunum, og flutti einn gestur frá hverju landi stutt ávarp. Á móti þessu var eingöngu rætt um félags- og hagsmuna- mál norskra menntaskólakennara. Virtist mér félagsskap- ur þessi mjög öflugur og harðsnúinn, og þóttu mér ýmsir furðu harðorðir í garð félagsstjórnar, ef þeim þótti hún ekki hafa rækt skyldu sína á þann veg, sem þeir ætluðust til. Annars leizt mér félag þetta mjög merkilegt og margt af starfsemi þess að læra. Tiltölulega fáir norskra mennta- skólakennara virtust hafa setið norræna skólamótið í Ósló. Kennarar þeir, sem urn mótið sáu, tóku mjög bróður- lega og hlýlega á móti mér, og naut ég ókeypis forbeina þeirra, meðan á mótinu stóð, var til húsa í nýjasta og glæsilegasta gistihúsi Stafangursborgar, Hotel Atlantic,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.