Menntamál - 01.10.1953, Side 18

Menntamál - 01.10.1953, Side 18
84 MENNTAMÁL búa dagsstarfann en 3.30—4.00 til þess að ganga frá kennslustofu og til íundarhalda. Á þessu tímabili eiga þeir þó eina frístund. Öll börn neyta hádegisverðar í skólun- um í matsal skólans. Ef börn eru yngri en 13 ára í skólan- um, verður kennarinn að sitja við borð með nemendum sínum og borða með þeim og bera ábyrgð á framferði þeirra. Þess má geta, að matur er framreiddur í öllum skólum og seldur nemendum og kennurum við kostnaðar- verði efnisins. Sveitarfélag og sambandríki greiða mat- reiðslufólki laun. Sambandsstjórnin kaupir oft feikn af landbúnaðarvörum, til þess að halda verði þeirra uppi, það er eins konar hjálp við landbúnaðinn. Vörubirgðir þessar fá skólar og her fyrir mjög lágt verð. Bæði kennar- ar og nemendur sækja matarskammt sinn að framreiðslu- borði og skila matarílátum við uppþvottavél. I mörgum skólum vinna nemendur við matreiðslu. Það er ein náms- greinin. Frímínútur eru venjulega aðeins 3—5 mín., eða eins og það tekur nemendur að skipta um kennslustofu. Hver námsgrein er bundin við ákveðna stofu, og þar liggja frammi tímarit og handbækur hlutaðeigandi greinar. Á þennan hátt verða oftast ákveðnir menn ábyrgir fyrir hverri kennslustofu, og kennaranum er þá umhugað um, að nemendur hagi sér prúðmannlega og gangi vel um í hans stofu. Agi og regla virtist vera í mjög góðu lagi en víða með allt öðrum blæ en hér gerist eða á Norðurlöndun- um. í Bandaríkjunum virtist lögð mikil áherzla á að láta börnin skilja það, að agi og regla er nauðsynleg þeirra vegna, ekki skólans eða kennarans. Það er með öðrum orðum keppt að því að gera börnin félagslega þroskuð þegar á unga aldri. Oft sá ég 10—12 ára krakka stöðva umferð á götum og þjóðvegum með sérstökum fána, á meðan skólasystkini þeirra fóru yfir veginn. Og hve oft hef ég ekki undrazt reglu þá og alvöru, sem ríkt hefur á nemendafundum, sem ég hef setið. í stórum gömlum skóla

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.