Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 85 í Syracuse með meira en 2000 nemendum, hringdi skóla- stjóri brunabjöllunni fyrir okkur, til þess að sýna okkur, hve skjótt mætti rýma þessa gömlu timburbyggingu. Á tæpum 4 mín. voru allir komnir út. Enginn sást hlaupa, allir gengu rösklega með kennara í broddi bekkjardeildar. Daglegur kennslutími er víðast 6 klst. þar af er einni stund varið til fimleika eða íþrótta. Algengast mun að temja nemendum boltaleiki ýmsa og dans í stað leikfimi. Þá munu flestir skólar gefa nemendum eina stund frjálsa í viku hverri. Verða nemendur þá að vinna að tómstunda- áhugaefnum. Sumir æfðu hljómlist eða leiklist, aðrir voru við efna- eða eðlisfræðitilraunir. Margir drengir æfðu boltaleiki, hnefaleik, frjálsar íþróttir, og aðrir lærðu að búa til mat. Þeir, sem engin sérstök áhugamál höfðu, urðu að lesa á bókasafninu undir umsjá bókavarðar. Skólafélög nemenda eru víða mjög öflug og hafa stund- um hrundið ótrúlega miklu í framkvæmd. Oft leita skóla- stjórar samstarfs við nemendafélög, ef þeim þykir t. d. framkomu nemenda eitthvað ábótavant, eða honum finnst að skólinn ætti að hrinda einhverju í framkvæmd, en ekki er fé til framkvæmdanna. Þá er oft tækifæri til þess að sýna, að nemendur hafi lært eitthvað í skólanum. í sumum skólum sáu nemendur um allt viðhald innanstokksmuna, málningu á húsi og viðgerðir rafmagnstækja, svo nokkuð sé nefnt. Flestir skólar í Bandaríkjunum reka mikla auglýsinga- starfsemi og áróður um starf sitt og samvinna við forráða- menn nemenda er víða mjög náin. Ég hef þegar verið alllangorður um skóla þar vestra, og er þó að sjálfsögðu margt ósagt enn. Ég vil þó, frem- ur en að fjölyrða meira um skóla þar vestra, benda á nokkur atriði, sem athuga mætti, hvort við gætum notað hér heima. Þar verður þá fyrst fyrir áherzla sú er lögð er á uppeldisstarfið. Hér á íslandi er nú mikið kvartað undan þroskaleysi og jafnvel siðleysi unglinga. Ættu skólar okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.