Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 75 flokka og hver flokkur sendur til einhvers háskóla. Ég ásamt 23 öðrum kennurum vorum sendir til Syracuse há- skóla, sem er um miðbik New York ríkis. Bandaríkin eru samsett af 48 ríkjum, sem hafa mikla sjálfstjórn, eins og kunnugt er. í Syracuse hlýddum við á fyrirlestra og tókum þátt í ýmsum námskeiðum um uppeldismál, námsefni og kennsluaðferðir í Bandaríkjunum. Auk þess heimsóttum við fjölda skóla bæði í borginni og nágrenni hennar. Fengum við tækifæri bæði til þess að hlusta á kennslu og ræða við skólafólk. Við dvöldum rúma 3 mán. í Syra- cuse, þá var flokknum sundrað. Ég var sendur til fram- haldsskóla eins í Minnesota og dvaldi þar rúmar 3 vikur. Þá gafst mér kostur á að dvelja vikutíma við ýmsa skóla í Suðui’-Karólínu og loks eina viku í Florida. I Suður-Karó- línu heimsótti ég nokkra skóla fyrir negra, en í Flórida dvaldi ég við háskóla og kynnti mér einkum æfinga- kennslu kennara. Það sem hér verður sagt byggist eink- um á athugunum mínum á ofangreindum stöðum. Eins og ég áður sagði, þá hafa einstök ríki mikið sjálf- stæði t. d. eru kennslu- og launamál nálega einkamál hvers ríkis. Þegar þar við bætist svo, að margir skólar eru einkaskólar, enda þótt þeir verði að fullnægja viss- um lágmarkskröfum í hverju ríki, þá mun ljóst, að skólar vestra eru harla misjafnir. Má því vel vera að ég hefði kom- izt að nokkuð frábrugðnum niðurstöðum, ef ég hefði heim- sótt einhver önnur af ríkjum Bandaríkjanna. Það skal tekið fram, að ég valdi sjálfur þá skóla, er ég heimsótti, að undanskildum skólum í Syracuse og að nokkru leyti í Minnesota. í flestum ríkjum Bandaríkjanna mun nú vera skóla- skylda frá 7 ára til 16 ára aldurs, þ. e. 9 ár. Ég lagði litla áherzlu á að kynna mér kennslu í barnaskólum, þar eð grundvallarþekking mín á því skólastigi er næsta lítil, en notaði tímann eftir föngum, til þess að kynna mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.