Menntamál - 01.12.1956, Side 61
MENNTAMÁL
187
orðinn nægilega þroskaður til að hefja lestrarnám fyrr en
við 8—9—10 ára aldur. Svo hafi og verið fyrr, en munurinn
sé m. a. sá, að áður hafi mörgum þeirra tekizt að villa kenn-
urunum sýn með utanbókarlærdómi á fábreyttu lestrar-
efni. Og hið vaxandi úrval léttra bóka og hefta, sem börn-
in fái nú óundirbúið í ríkara mæli en áður var, hjálpi
kennurunum að finna raunverulega lestrarkunnáttu og
sá góði árangur, sem fengizt hefur af sálfræðiþjónustunni
í skólunum, hvetji kennara í æ ríkara mæli að færa sér
hana í nyt.
Við rannsóknirnar eru bæði teknir nokkrir heilir bekk-
ir og smáhópar úr mörgum mismunandi bekkjum og ná-
kvæmlega fylgzt með andlegum og líkamlegum framför-
um og heilsufari hvers barns í nokkur ár, svo og kennslu-
aðferðum, kennslustundafjölda og öðru því, sem hugsan-
legt er að máli geti skipt og tiltækt er.
Við rannsóknir þessar, er taka munu allmörg ár, eru
miklar vonir bundnar, bæði hvað snertir lestrarnámið og
skilning á skólaþroska í heild.
2. Rannsóknir á áhrifum kennslustundafjölda á náms-
árangur.
Árið 1953 voru próf í reikningi með heilum tölum stöðluð
fyrir þorpskóla, sem ýmist eru tveggja eða sex bekkja með
mjög mismunandi kennslustundafjölda bæði milli skóla-
tegundanna og eins innan hvorrar skólategundar um sig.
Öll gögn varðandi stöðlunina hafa verið varðveitt, og
byrjað er að athuga hve mikil samsvörun sé milli kennslu-
stundafjölda og námsárangurs.
3. Samning eyðublaðs til notkunar fyrir kennara við
uthugun á börnum.
Nokkur slík eyðublöð eru að vísu til í Danmörku, en þau
munu einkum ætluð fyrir sálar- og uppeldisfræðinga og