Menntamál - 01.12.1956, Síða 63
MENNTAMAL
189
félagslegur og tilfinningalegur mismunur hafi í þeim
efnum.
7. Rannsóknir á vandamálum í sambandi við börn, sem
ná ekki prófi.
í Danmörku tíðkast það töluvert, að börn, sem ná ekki
tilskilinni lágmarkseinkunn séu látin sitja eftir í bekk, og
skapast af því ýmis vandamál, er liggja mörgum kennur-
um þungt á herðum. Þessum rannsóknum er ætlað að ná til
alls, sem máli skiptir í þessu sambandi, svo sem í hve
ríkum mæli börn séu látin sitja eftir í hinum ýmsum teg-
undum barnaskólanna, hverjar séu orsakir þess og hverj-
ar afleiðingar bæði með hliðsjón af námsárangri og líðan
barnanna í heild.
8. Rannsóknir á sambandinu milli vinnuhraða og villu-
fjölda.
I þeim íslenzku skólum, sem ég hef haft kynni af, hefur
jafnan verið lögð meiri áherzla á vandvirkni en hraða,
enda mun það margra skoðun, að ekki borgi sig að flýta
sér við verk, sem maður kann ekki vel.
Að vísu er nokkuð litið á hraða á prófum í lestri, en í
öðrum námsgreinum er tími jafnan mjög ríflega áætlaður,
a. m. k. í barnaskólum og ekkert skeytt um, hvort hann er
notaður allur eða aðeins nokkur hluti hans og einkunnin
aðeins miðuð við rétt leyst verkefni, án tillits til fjölda
þeirra, sem barnið hefur glímt við.
Börn, sem t. d. lesa mikið með fáum villum, eru auðvit-
að duglegust og þau, sem lesa lítið með mörgum villum
auðvitað lökust, en það getur orkað tvímælis, hvernig eigi
að skipa þeim niður, sem lesa lítið með fáum villum og
þeim er lesa hratt með mörgum villum, ef tími er jafnlang-
ur. Rannsóknunum er ætlað að varpa ljósi yfir þetta og
væntanlega ýmislegt annað í sambandi við vinnuhraða
og vinnugæði.