Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 69

Menntamál - 01.12.1956, Side 69
MENNTAMAL 195 deild hans verði svo hægt að fara í 2 ára gagnfræðaskóla eða 4 ára menntaskóla. Þetta frumvarp setur skólaskyld- una 8 ár, hin tvö 7 ár. Umræðum þingsins lauk með því, að skipuð var nefnd til að vinna úr tillögunum. Þar sem nú standa yfir og standa til miklar framkvæmd- ir í skólabyggingum, sem kosta munu ríkið of fjár, er unnið að því að skipuleggja á sem haganlegastan hátt stærð skóla og skólahéraða. Við athuganir í einu amti, Holbæk, hefur komið í ljós, að þar er hægt með skipulagningu og hagsýni að spara 8—10 miljónir frá áætluðum byggingar- kostnaði. Þrátt fyrir miklar byggingar er samt skortur á skólahús- næði, bæði í bæjum og sveitum. Hinir fjölmennu árgangar eru nú að ná til menntaskólanna, og þarf að stækka þá um 40 % á næstu 8 árum, þó að hlutfallstala menntaskólanema hækki ekki frá því, sem nú er. Á árinu komu til framkvæmda lög frá 1954 um ókeypis skólavörur í framhaldsskólum. Fjárveitinganefnd hefur samþykkt að veita einkaskólum styrk til þess að hægt sé að veita nemendum þeirra aðstoð við bókakaup og lækka skóla- gjöld. Árið 1955 gengu einnig í gildi ný lög um kennaramennt- un, og voru ýmsar reglugerðir þar að lútandi settar á árinu. 1953 voru samþykkt lög um leiðbeiningar um stöðuval í skólum. Fulltrúar frá skólum, atvinnulífi og vinnumiðl- un hafa unnið að skipulagningu starfseminnar, sem nú er að hefjast. Uppeldisfræðileg rannsóknarstofnun hefur tekið til starfa í Emdrupborg, og prófessorembætti í uppeldisfræði hefur verið stofnað við Kaupmannahafnarháskóla. Dr. phil. Grue-Sörensen hefur tekið við því embætti. Út er komin skýrsla um 6 fyrstu starfsár Emdrupborg- skóla. Skólinn er tilrauna- og æfingaskóli, í nokkuð öðru formi en aðrir barnaskólar, og skýrir skýrslan frá feng- inni reynslu skólastjórans, frú Anne Marie Nörvig, og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.