Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 86

Menntamál - 01.12.1956, Page 86
212 MENNTAMÁL enda þótt búið sé að setja eða skipa fjölmarga kennara í stöður. Enn vantar í nokkrar stöður, þar sem enginn umsækjandi er kominn. Þessir hafa verið settir skólastjórar við barnaskóla í kaupstöðum og stærstu kauptúnum: Sigurður Finnsson við Barnaskóla Vestmannaeyja. Tómas Jónsson, skólastjóri að Þingeyri í Dýrafirði. Jón Kristinsson að Suðureyri í Súg- andafirði. Hjörtur Guðmundsson að Drangsnesi í Steingrímsfirði. Kristinn Jónsson að Grenivík í S.-Þing. Gunnar Benediktsson við Barna- og miðskólann í Hveragerði, en fyrrv. skólastj. þar, Helgi Geirsson, er settur kennari við Héraðsskólann að Laugarvatni þetta skólaár. Þessir skólastjórar hafa verið settir við framhaldsskóla: Árni Guðmundsson við íþróttakennaraskóla íslands. Guðbrandur Magnússon við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar þetta skólaár, meðan Jóhann Jóhannsson er í orlofi. Ragnar Georgsson við nýjan gagn- fræðaskóla í Bústaðahverfi í Reykjavík. Ólafur H. Kristjánsson við Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði. Ólafur Þ. Kristjánsson, sem skipaður hefur verið skólastjóri við Gagnfræðaskólann í Flensborg, Hafnarfirði, í stað Benedikts Tómassonar. Nánara yfirlit um stöðuveitingar verður hægt að gera síðar í mán- uðinum. Væntanlega verður þá búið að setja menn í stöður þær, sem enn eru óveittar. V. Ný reglugerð. Hinn 13. júlí s. 1. var sett ný regiugerð um rétt skóla til kennara í hlutfalli við nemendafjölda. 1 sömu reglugerð er fyrirskipuð fram- kvæmd á því að fækka kennslustundum fastra kennara við barna-, gagnfræðastigs- og liúsmæðraskóla, þegar þeir verða 55 ára og svo aftur við 60 ára aldur. Áður var jretta heimild og miðuð við 60 og 65 ár. Þessi regla liefur það í för með sér, að ráða þarf í ár 15 nýja kennara að barnaskólanum til viðbótar við þá, sem fyrir eru. Að gefnu tilefni skal þess getið, að Jjetta ákvæði er selt til þess að létta starfi af kennurun- um, en ekki til launabóta. Nýir skólar: Tveim farskólum, í Mosvalla- og Breiðdalsskólahverfum, var breytt í heimavistarskóla á síðasta skólaári. Árni Stefánsson er skólastjóri í Breiðdalnum, en óveitt er skólastjórastaðan í Mosvallaskólahverfi, að Holti í Önundarfirði. Guðm. Ingi Kristjánsson, rithöfundur, gegndi stöðunni s. 1. skólaár, en enginn kennari með kennaraprófi sótti um hana. Búizt er við, að nýr skóli verði stofnaður að Kársnesi í Kópa- vogskaupstað, og nýr gagnfræðaskóli tekur til slarfa í Reykjavík á þessu hausti.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.