Menntamál - 01.08.1960, Side 6

Menntamál - 01.08.1960, Side 6
100 MENNTAMÁL haldnar þessum ágalla, að ógleymdum hroðalegum áherzlu- villum, segja t. d. ókey-piss í stað ókeypis. Nefna má og ágalla sumra radda, er segja veðurfregnir, en geta ekki borið skammlaust fram töfraorðin stig og mið. Hér er ekki tími til að fara lengra út í þá sálma. Þó verð- ur ekki varizt þeirri hugsun, að einhvers staðar hafi þess- ar raddir sloppið í gegnum íslenzkt skólakerfi á síðasta áratug eða svo. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort skólarnir hafi unnið svo sem skyldi gegn flumburmæli og óskýrleika og hvort einhverjar starfsaðferðir þeirra kunni jafnvel að hafa ýtt undir þessa þróun. Mér kemur tvennt í hug: a) hrað- lestrarpróf barnaskólanna, sem um skeið voru allsráðandi, b) skrifleg próf í flestum greinum í stað munnlegra. Þau hafa vanið nemendur á að þurfa ekki að tala, en geta þó fengið góða einkunn fyrir kunnáttu. í þriðja lagi hendir það sjálfsagt okkur kennara stundum í leit að réttu svari við vandasamri spurningu, að við verðum svo fegnir einhverju, sem vitglóra er í, að við látum nemandann sleppa, ef hann imprar á réttu svari — tafsar eða hvíslar brot úr orði eða brot úr setningu, sem fáir heyra. Sjálfir verðum við síðan að lagfæra svarið og endurvarpa því til bekkjarins. Hafi nemandi vanizt jafnvel árum saman að sleppa svo auðveldlega, er mjög erfitt síðar á skólabrautinni að fá hann til að tala hátt og skýrt, en án þess er ókleift að leiðrétta framburðargalla. þegar illa gengur að fá nem- endur til að lesa eða tala svo hátt og skýrt, að vel heyrist um venjulega skólastofu er raddleysi oft fyrsta viðbáran. Venjulegast kemur þó í ljós, að ekkert er að röddinni. Það vantar áræði til þess að láta til sín heyra, það vantar vilja, og það vantar kunnáttu í að beita röddinni. Ég hef grun um, að í lestrarkennslu skólanna hafi ekki alls staðar verið lögð næg áherzla á rétta öndun. Rödd fær aldrei not-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.