Menntamál - 01.08.1960, Side 10

Menntamál - 01.08.1960, Side 10
104 MENNTAMÁL Hér hefur verið skýrt frá skólaþroskaprófunum, og mun ég því ekki ræða þau nánar. En segja má, að þau séu vísir að því að taka í okkar þjónustu þá sálfræðilegu þekk- ingu og reynslu, sem fengizt hefur í öðrum löndum og notuð er í þágu skólastarfsins. En í þeim efnum erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar og því miður lítil von til að verulegar breytingar verði þar til batnaðar á næstu árum. Röðun í bekki. Þegar búið er að innrita börnin, er fyrsta verkefnið að raða þeim í bekki, og má segja, að það sé hvorki létt verk né vandalaust. Mest hefur verið farið eftir lestrarkunn- áttu, og mikið má um það deila, hvort rétt sé. En fram hjá þessu hefur ekki verið hægt að ganga og verður ekki, meðan dálítill hluti barna kemur meira eða minna læs í skólann. Þar höfum við íslendingar líklega sérstöðu nú á tímum. I Kaupmannahöfn var mér sagt, að reikna mætti með, að eitt barn kæmi á hvern bekk, sem eitthvað gæti lesið að gagni, þegar börnin koma í skólann. Þessi börn eru svo fá, að ekkert tillit er hægt að taka til þeirra, en algengt er að börn þekki eitthvað af stöfum. Ég hef haldið skýrslur um þetta hér í Lauganesskólanum í 15 ár, og hér hafa komið fram merkilega líkar tölur frá ári til árs. 20% lesa yfir 2 um 30% 1—2 og um 50% lesa ekkert, en mörg þeirra þekkja eitthvað af stöfum og sum alla. Nú er það svo, að þeir bekkir, sem eitthvað eru farnir að lesa eru kallaðir góðir bekkir, en ólæsir bekkir taldir lélegir. Þetta hefur leitt til þess, að foreldrar hafa lagt kapp, jafnvel ofurkapp, á, að börn þeirra væru meira eða minna læs við komu í skóla. Ég ætla ekki að ræða hér, hvort forskólakennsla sé æskileg eða ekki, en ég get þó getið þess, að fleiri og fleiri hallast að því, að í flestum til- fellum beri að fara þar varlega í sakirnar. Sú skoðun er til meðal foreldra, að þau börn, sem koma ólæs í skóla

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.