Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 10

Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 10
104 MENNTAMÁL Hér hefur verið skýrt frá skólaþroskaprófunum, og mun ég því ekki ræða þau nánar. En segja má, að þau séu vísir að því að taka í okkar þjónustu þá sálfræðilegu þekk- ingu og reynslu, sem fengizt hefur í öðrum löndum og notuð er í þágu skólastarfsins. En í þeim efnum erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar og því miður lítil von til að verulegar breytingar verði þar til batnaðar á næstu árum. Röðun í bekki. Þegar búið er að innrita börnin, er fyrsta verkefnið að raða þeim í bekki, og má segja, að það sé hvorki létt verk né vandalaust. Mest hefur verið farið eftir lestrarkunn- áttu, og mikið má um það deila, hvort rétt sé. En fram hjá þessu hefur ekki verið hægt að ganga og verður ekki, meðan dálítill hluti barna kemur meira eða minna læs í skólann. Þar höfum við íslendingar líklega sérstöðu nú á tímum. I Kaupmannahöfn var mér sagt, að reikna mætti með, að eitt barn kæmi á hvern bekk, sem eitthvað gæti lesið að gagni, þegar börnin koma í skólann. Þessi börn eru svo fá, að ekkert tillit er hægt að taka til þeirra, en algengt er að börn þekki eitthvað af stöfum. Ég hef haldið skýrslur um þetta hér í Lauganesskólanum í 15 ár, og hér hafa komið fram merkilega líkar tölur frá ári til árs. 20% lesa yfir 2 um 30% 1—2 og um 50% lesa ekkert, en mörg þeirra þekkja eitthvað af stöfum og sum alla. Nú er það svo, að þeir bekkir, sem eitthvað eru farnir að lesa eru kallaðir góðir bekkir, en ólæsir bekkir taldir lélegir. Þetta hefur leitt til þess, að foreldrar hafa lagt kapp, jafnvel ofurkapp, á, að börn þeirra væru meira eða minna læs við komu í skóla. Ég ætla ekki að ræða hér, hvort forskólakennsla sé æskileg eða ekki, en ég get þó getið þess, að fleiri og fleiri hallast að því, að í flestum til- fellum beri að fara þar varlega í sakirnar. Sú skoðun er til meðal foreldra, að þau börn, sem koma ólæs í skóla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.