Menntamál - 01.08.1960, Síða 13
MENNTAMÁL
107
bekkjum í marga hópa krefst mikillar leikni og þjálfunar
hjá kennaranum og flestir reyna að komast hjá því, ef
nokkur kostur er. Þetta kennsluform er þó töluvert notað
á Norðurlöndum t. d. Danmörku, einkum í fámennum
bekkjum hjálparskólanna. Hér í Laugarnesskólanum er
of þröngt í stofunum til að þægilegt sé að koma þessari
kennsluaðferð við. Hún krefst og f jölbreyttari bókakosts
og annarra hjálpargagna en við höfum yfir að ráða.
Heimavinna.
Næst skal ég víkja að heimavinnunni. Um gagnsemi
hennar eru mjög skiptar skoðanir. Sumir kennarar eru
þeirrar skoðunar, að vænlegast til árangurs sé að setja
mikið fyrir heima. Þeim börnum, sem eitthvað geta lesið
eru kannske settar fyrir fleiri bls. og þeim ólæsu að læra
1—2 stafi og lesa það lesmál, sem þeim fylgir. Ég held, að
foreldrar séu yfirleitt ánægðir með þetta fyrirkomulag og
meti kennarann töluvert eftir því, hvað hann setur mik-
ið fyrir. Flestar aðfinnslur, sem ég hef fengið fyrir mína
kennslu, eru að ég setji of lítið fyrir. En þó undarlegt
megi virðast koma þessar aðfinnslur oft frá heimilum
þeirra barna, sem erfitt eiga með að leysa heimaverkefni
sín vel af hendi. Finnist foreldrum þeirra barna, sem farin
eru að lesa, vera sett of lítið fyrir og börnin vilji lesa meira
er hægt að láta þau lesa til viðbótar í bókum, sem barnið
á heima.
Mín reynsla af heimanámi er sú, að árangurinn sé nær
því að vera í öfugu hlutfalli en réttu við yfirferð t. d. les-
inn blaðsíðufjölda. Það krefst mikils tíma í skólanum að
fara yfir mikil heimaverkefni og verður þá oft lítill tími
til annars. Kennarinn verður þá fyrst og fremst eftir-
litsmaður með heimanáminu. Hann getur lítið lagt fram
frá sjálfum sér og of skammur tími verður til að undir-
búa ný verkefni. Við verðum líka að hafa í huga, að mörg
börn fá litla eða enga hjálp við heimanám sitt og sé verk-