Menntamál - 01.08.1960, Side 14

Menntamál - 01.08.1960, Side 14
108 MENNTAMÁL efnið ekki það vel undirbúið, að barnið geti leyst það án hjálpar, hefur það ekki möguleika til að leysa verkefnið af hendi. Barnið venst svo á kæruleysi og hættir jafnvel að sækja skólann. Það er sérstaklega varasamt að ætla byrj- endum verkefni, sem þeim gengur illa að leysa. Bezt er að börnin venjist ekki á í byrjun að treysta um of á hjálp annarra, heldur leysi verkefni sín sem mest af eigin rammleik. Það er því mín skoðun, að heimavinnu eigi að stilla mjög í hóf í 7 ára bekk og alveg sérstaklega framan af vetri. 1 sænskum skólum er nær engin heimavinna 1. skólaárið og í dönskum skólum sá ég oft settar fyrir fáein- ar línur, og voru þær svo vel undirbúnar, að mörg börnin hafa sjálfsagt næstum kunnað þær utan að. I Bandaríkj- unum mun ekki tíðkast að setja fyrir heima fyrr en á 6. skólaári. Lestrarnámið. Þær námsgreinar, sem standa á stundatöflu 7 ára barna eru lestur, skrift og reikningur. Ég skal nú í sem fæstum orðum gera grein fyrir þessum námsgreinum. Aðalviðfangsefnið er lestrarnámið. Engin leið er að segja, hve langt eigi að komast í 7 ára bekkjum, og verður af eðlilegum ástæðum mjög misjafnt. Mikill tími er ætlað- ur til lestrarnáms í 8 og 9 ára bekkjum. Það barn, sem kem- ur vel læst upp úr 9 ára bekk, tefst ekki við annað nám vegna lestrarins. En reynslan hefur sýnt, að nokkur hluti barna nær ekki tökum á lestrarnámi í 7 ára bekkj um og vís- ast hér til þess, sem sagt hefur verið um skólaþroskaprófin. Þær lestraraðferðir, sem nær eingöngu hafa verið not- aðar hér á landi, eru stöfunaraðferðin og hljóðaðferðin. Þessar aðferðir eru mjög skyldar. Þær byggja báðar á að tengja orðin saman, með stöfunaraðferðinni eftir nöfnum stafanna, með hljóðaðferðum eftir hljóðgildi þeirra. Hér í Laugarnesskólanum hefur hljóðaðferðin verið ríkjandi í mörg ár. Á námskeiði, sem haldið var í haust fyrir kenn-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.