Menntamál - 01.08.1960, Síða 17

Menntamál - 01.08.1960, Síða 17
menntamál 111 fara með lágar tölur. Á því byggist allt reikningsnám síðar. Það er álit margra kennara, að í yngstu bekkjunum sé yfirleitt ekki nógu vel gengið frá undirstöðuatriðun- um. Þegar reikningsnámið þyngist verði börnin hvorki eins fljót né örugg og þau ættu að vera. Við höfum verið illa sett með kennslubók í reikningi fyrir byrjendur. Sú bók, sem ríkisútgáfan leggur til, er að mörgu leyti óheppileg og alls ekki miðuð við þær náms- kröfur, sem gerðar eru í 7 ára bekkjunum. Það gerir aftur á móti reikningsbókin Ég get reiknað eftir Jónas B. Jóns- son fræðslustjóra. En sá galli er á, að hana verður að kaupa, þar sem hún er ekki á vegum Ríkisútgáfunnar. 1 reikningi þurfum við að leggja mikla áherzlu á að kenna talnahugtökin. Á töflunni eru notaðar einfaldar myndir, en annars smáhlutir. Það má nota eldspýtur, smá- kubba o. m. fl. Það blekkir oft bæði foreldra og kennara, að börn geta talið miklu hærra en þau skilja hvað bak við töl- urnar felst. Byrjendakennsla þarf því að vera hlutlæg, og sennilega ættum við að nota hugarreikning miklu meira en almennt er gert. Margir danskir kennarar nota mestan hluta reikningstímans til hugarreiknings og að láta börn- in skilja, hvað bak við tölurnar liggur, en taka svo smá- stund í lok tímans í skriflegan reikning. Það tekur oft langan tíma og kostar mikið erfiði að fá börnin til að skrifa sæmilega tölustafi. Mjög algengt er að þau snúi stöfunum við eða skrifi þá nær ólæsilega. Mér hefur gefizt bezt að æfa tölustafina vel, áður en byrjað er að ráði á skriflegum reikningi. Þá þarf ekki að eyða mestu af orkunni í að skrifa stafina eða í umhugsun um lögun þeirra. Þó að ég fái sæmilega duglega bekki, læt ég þá yfirleitt ekki reikna neitt að ráði heima fyrir jól, og byrj- endabekki læt ég lítið reikna fyrr en í nóvembermánuði. Ég held, að ekki sé hægt að finna mikinn mun að vorinu, hvort börnin hafa byrjað að reikna einum eða tveimur mánuðum fyrr eða seinna. Litið þroskuð börn eiga yfir-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.