Menntamál - 01.08.1960, Síða 18

Menntamál - 01.08.1960, Síða 18
112 MENNTAMÁL leitt verra með að læra reikning en lestur. Þau skilja ekki talnagildin, og þá er oft hrein tilviljun, hvað þau skrifa. Sú skoðun er mikið að ryðja sér til rúms og styðst við athuganir í mörgum löndum, að algengt sé, að reiknings- kennslan sé á undan þroska barnanna. Þau séu látin læra reikningsaðferðir eða ýmis atriði þeirra of snemma og byrjað sé á nýjum atriðum, áður en þau, sem fyrr skyldi nema, séu fulllærð. Með því móti þurfi svo miklu lengri tíma til reikningskennslunnar en annars þyrfti. Þetta gildir ekki aðeins um yngri börn, heldur líka þau eldri. Skriftin. í skrift reynum við að kenna óbreytta stafi. Það er auð- vitað langt frá, að þeir séu fullæfðir. Framan af vetri læt ég börnin prenta. Prent má nota mikið í sambandi við lestrarnámið, og á 1. vetri ná þau ekki þeirri þjálfun í skrift, að þau eigi hægt með að skrifa t. d. texta, sem þau lesa, eða með myndum, sem þau teikna. Prent er miklu auðveldara og krefst minni vöðvaþroska en skrift. Ýmsar hreyfingar úr prentinu má svo nota, þegar byrjað er á skriftinni. Það er auðvitað mjög misjafnt, hvað börnin hafa mikinn handstyrk og þjálfun í að nota blýant, þegar þau koma í skóla. Þetta verður hver og einn kennari að meta, þegar hann ákveður, hvenær hann byrjar á skrift. Ég hygg, að flestir fari yfir stafina og kenni þá sem prent- stafi, áður en þeir byrja á skrift. í skrift höfum við ekki heimavinnu í 7 ára bekkjum. Ég skal til gamans geta þess, að meðal þeirra, sem rannsakað hafa skrift og skriftar- hreyfingar, eru uppi þær kenningar, að skrift eigi ekki að byrja að kenna fyrr en á 3. skólaári. Skrift reyni á fín- gerða vöðva og orsaki oft þreytu og jafnvel vöðvakrampa, sem ekki hverfi, þegar nægur vöðvaþroski er fenginn. Ekki munu kennarar telja sig geta beðið svo lengi með að kenna skrift, en flestir munu hafa skriftaræfingar stuttar í byrj- un, en taka þær oftar. Ég skal taka það fram, að ég fer
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.