Menntamál - 01.08.1960, Page 19

Menntamál - 01.08.1960, Page 19
MENNTAMÁL 113 lítið eftir stundatöflu í 7 ára bekkjum, og það munu fleiri gera, en hef hana til hliðsjónar eftir því, sem við verður komið. Niöurlagsorð. Um þá tíma, sem kallaðir eru aukatímar, vil ég segja það, að þeir eiga að vera jafnréttháir og tímar hjá aðal- kennara og vil því biðja foreldra að stuðla að því, að börn- in sæki þessa tíma eins vel og sína aðaltíma. Það er eðlilegt, að foreldrar leggi mikið upp úr þeim einkunnum, sem börnin fá. En einkunnirnar sýna ekki alltaf, hvað bak við býr. Tvö börn, sem koma heim með sömu lestrareinkunn, geta verið mjög misjöfn í lestri. Annað hefur kannske lesið hægt og rétt og skilið vel það, sem það las. Hitt lesið hraðara, en lesið skakkt og náð minna úr efninu. En einkunn er gefin fyrir rétt lesin at- kvæði. í Danmörku er lestrargeta barna ákveðin bæði eftir hraða og villufjölda. Þannig finna þeir það, sem þeir kalla „barnets standpunkt". Bæði þessi atriði höfum við í huga, þegar við í skólanum metum getu barnanna. En upp að 5 gildir aðeins hraðaeinkunn og fyrir flest 7 ára börn kemur ekki fram í einkunninni, hvort lesturinn hafi verið góður eða ekki. Og líku máli gegnir um reikn- inginn. Á einkuninni er ekki hægt að sjá, hvernig barnið hefur fundið lausnina. 8

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.