Menntamál - 01.08.1960, Side 29
MENNTAMÁL
123
greinargerð, sem hann sendi Skólamálanefnd, eindregið
hvatt til, að komið verði á fót geðverndarstofnun. Féllst
nefndin á röksemdir hans.
f greinargerð hans segir m. a. á þessa leið:
„Auk framantaldra breytinga á námi kennaraefna, þarf
að koma hér á fót geðverndarstofnun, sem getur rann-
sakað nemendur, ef þeir fylgjast ekki með í námi eða eru
á einhvern hátt afbrigðilegir, og ef vel ætti að vera, þyrfti
hún einnig að geta veitt alvarlega taugaveikluðum börn-
um læknismeðferð. Hún yrði að ráða yfir þeim mannafla,
að hún gæti sent menn í skóla úti á landi. Geðverndar-
stofnanir þykja nú óhjákvæmilegur bakhjarl skóla í ná-
grannalöndum okkar, og tel ég það einhverja brýnustu
nauðsyn íslenzkra skóla, að slík stofnun rísi hér upp. Frá
mínu sjónarmiði er það fjarstæða, að öll 7 ára börn séu
skylduð til skólagöngu, án þess að skólunum séu jafn-
framt fengnir möguleikar til að gera sér viðhlítandi grein
fyrir þroska þeirra og andlegri heilbrigði. Eins og nú er,
má kalla, að ausið sé stórfé í umfangsmikið skólakerfi að
meira eða minna leyti í blindni. Það er víst, að í mörgum
tilfellum er starf skólanna ekki einungis unnið fyrir gíg,
heldur eru nemendur beinlínis skemmdir til langframa með
námskröfum, sem þeim eru óviðráðanlegar. Þetta hlýtur svo
að vera, meðan renna verður að miklu leyti blint í sjóinn um
getu einstakra nemenda. Til þess verður ekki ætlazt og er
hvergi ætlazt, að kennarar geti af eigin rammleik gert sér
grein fyrir því, hvers vegna nemandi nær ekki tilætluðum
árangri í námi, og samið námsáætlun, sem hæfir honum.
Til þess getur þurft rannsókn, sem á einskis eins manns
færi er að leysa af hendi. Hin miskunnarlausa og óvitur-
lega gagnrýni, sem kennarar sæta löngum, ef barn nær
ekki þeim námsárangri, sem foreldrum þess þóknast, kæf-
ir líka tilraun kennaranna til að sníða nemendum náms-
efni, sem þeim hæfði betur. Hér er því brýn þörf aðila,