Menntamál - 01.08.1960, Page 36
130
MENNTAMÁL
haldsnáms, og stefnt er að því, að það stytti nám í hand-
iðnum, verzlun og iðnaði. Komið hefur til mála að stefna
að því, að nemendur, sem vel eru fallnir til próflestrar,
geti komizt upp í menntaskólana úr þessum deildum, og
fleiri möguleikar eru e. t. v. fyrir hendi.
Þetta fyrirkomulag skapar nýtt viðhorf hjá þeim nem-
endum, sem ekki stefna að próflestri, en slíkan tilgang
vantaði hina próflausu miðskóla áður. Þetta má þó ekki
skilja svo, að þessir bekkir verði sérskólar fyrir iðngrein-
ir og annað sérnám. Kennsla í almennum greinum verður
aðalatriðið, nám, sem snertir sérhæfingu, hefur mun færri
tíma. Þrátt fyrir aukna þörf á fólki með tækni- og sér-
menntun, má skólinn ekki missa sjónar á mannlegum
verðmætum. í skólalögunum 1937 var þetta sett fram á
eftirfarandi hátt:
„Skólanum ber að þroska skilning barnanna á gildi sið-
fræði og trúar, kenna þeim að bera virðingu fyrir mann-
lífinu og náttúrunni, glæða ást þeirra á heimili sínu, þjóð
og landi, kenna þeim að virða skoðanir annarra og virða
bræðralagshugsjónina og benda þeim á gildi norrænnar
samvinnu. Skólinn á þannig að skapa hugsjónir hjá börn-
unum, hjálpa þeim til að setja sér takmark í lífinu, auka
virðingu þeirra fyrir heiðarleik í tali og háttum og efla
skyldurækni þeirra."
Þetta er enn meginhugsjón hins danska barnaskóla.
Noregur.
Þar stendur yfir gagngerð breyting á skólakerfinu, og
var fyrsti hluti nýrrar skólalöggjafar — lög um barna-
skóla —, samþykkt í Stórþinginu 10. apríl 1959, og gengu
þau í gildi 1. júlí s. á.
Þar hafa fram til þessa gilt tvenn lög um barnafræðslu,
önnur fyrir borgir, hin fyrir dreifbýlið.
Lögin mæla fyrir um 9 ára samfelldan skylduskóla. Sam-
felldur skóli þýðir ekki, að allir aldursflokkar þurfi að