Menntamál - 01.08.1960, Page 50

Menntamál - 01.08.1960, Page 50
144 MENNTAMÁL WOLFANG BREZINKA: Hugsjón Kennaraháskólans. í janúar 1959 fengu barnakennarar í Bæjaralandi í fyrsta sinn að- gang að nýstofnaðri kennaradeild innan háskóla þar. Eftirfarandi ræða var flutt í tilefni af því. Kennarahugsjónin verður áþekk, hvort sem kennaramenntunin gerist á háskólastigi eða ekki. Trúi ég því, að ræðan eigi nokkurt erindi til ísl. kennara. Ritstj. Með nýrri tilskipan geta barnakennarar nú notið kennslu við kennaradeildir í bæjerskum háskólum. Þessi nýju lög eru ekki upphaf kennaramenntunar í Bæj- aralandi, sögu hennar má rekja 189 ár aftur í tímann til Wiirzburg. En það, sem gert hefur verið á þessu tímabili á sviði uppeldismála, er fyrst og fremst að þakka kennurum, sem menntun hafa hlotið í kennaraskólunum. Breytningin á rætur að rekja til hinnar miklu menning- arlegu ábyrgðar, sem hvílir á hverjum kennara í nútíma- þjóðfélagi. I dag getum við ekki lengur treyst á siði, hefð né skapgerðarmótun heimilanna eða annarra fámennra hópa, sem voru svo áhrifamiklir í þjóðfélagi fyrri tíma. Á þeim tíma gat skólinn beitt sér að fræðslunni eingöngu, aðrir þættir uppeldisins voru í höndum foreldranna, siða- reglna eða trúarbragða. Þjóðfélag okkar tíma er hins vegar ekki svo fastskorðað, að börnin einfaldlega vaxi og þroskist sjálf í samræmi við það. Uppeldið er orðið margbrotnara og erfiðara en áður var. Við verðum að taka tillit til hinna margþættu að- stæðna, sem fólk lifir við í dag. Við verðum að þekkja þau margháttuðu áhrif, sem vinna gegn uppeldi okkar og börn-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.