Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 53

Menntamál - 01.08.1960, Qupperneq 53
MENNTAMÁL 147 í bekk og kenna sjálfur, þetta tvennt er ómissandi grund- völlur náms hans. Kennisetningin og reyndin eða verkið eru óaðskiljanleg. Kennisetninguna er aðeins hægt að skapa á grundvelli reyndarinnar, rétt eins og kennisetn- ingin hefur tilhneigingu til að blása lífi í framkvæmdina og leiða hana á æðra stig. Auk uppeldisfræðinnar eru sálarfræði og heimspeki kenndar á námskeiðum kennaraháskólans, og vonir standa til, að þjóðfélagsfræði bætist brátt við. Þetta er allt óháð- ar vísindagreinar, en ekki, eins og þær eru oft ranglega nefndar, aðeins hjálpartæki uppeldisfræðinnar. Það er ógerlegt að nema þessar greinar svo vel á þremur árum, að fullkomið vald náist á þeim, sálarfræðin ein krefst fjög- urra til fimm ára náms. Kennaraefnið verður þess vegna að velja úr og einbeita sér að því, sem er sérstaklega mik- ilvægt fyrir uppalandann. Kennarar mega ekki lesa heimspeki, sálarfræði og fé- lagsfræði sem óháðar vísindagreinar, þeir verða fyrst og fremst að einbeita sér að þeim hliðum þeirra, sem eru mik- ilvægar uppeldislega séð. Þetta vekur spurninguna, hvaða tilgangi slíkt vísinda- legt nám skuli þjóna. Ég vildi svara því með tveim setn- ingum. 1 fyrsta lagi á kennarinn að öðlast víðari sjóndeild- arhring, ásamt nútíma vísindalegu mati á umheiminum, svo að hann verði fær um að leiða til lykta af sjálfsdáðum persónuleg vandamál, starfsskyldur og vandamál líðandi stundar. í öðru lagi á það að vekja hjá honum andlegt hungur, djúpa þörf fyrir virkt andlegt líf, sem mun hvetja hann til að nota hæfileika sína í þágu þeirra, sem hann ber ábyrgð á. Þetta er háleitt markmið, miklu æðra en svo, að hægt sé að ná því með vísindalegri þekkingu einni saman. Við getum aðeins nálgazt það í háskólanámi með því að taka vísindin alvarlega og leggja mikið í sölurnar. Að öðr- um kosti er hætta á hálfmenntun, sérstaklega 1 uppeldis-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.