Menntamál - 01.08.1960, Side 54
148
MENNTAMÁL
fræði, heimspeki og sálarfræði, sem snerta nærri öll svið
mannlegrar hugsunar. Þá mun vaxa upp fólk, sem ekkert
hefur lært til hlítar, en lætur í ljós skoðun sína á öllum
mögulegum sem ómögulegum málum. Gegn þessum voða er
aðeins eitt ráð: að halda fast við vísindalegar kröfur
kennaraháskólans.
En hvað merkir vísindalegur ? Það er afstaða, viðhorf,
sem einkennist af réttlæti, raunsæi, virðingu fyrir
staðreyndum, ýtrustu sjálfsgagnrýni og, framar öllu
öðru, skýru takmarki, sem skipulega er stefnt að. Maður
verður ekki aðeins að þekkja árangurinn, heldur einnig
aðferðir til þess að ná honum. Þetta er munurinn á vísind-
um og skoðun eða viðtekinni trú. Vísindalegt starf er fólg-
ið í því að hugsa með gagnrýni, spyrja afdráttarlaust, vera
varkár í staðhæfingum og fella ekki dóm, þar til málið
hefur verið rannsakað frá öllum hliðum. Það er fólgið í
því að þekkja hið margþætta eðli allra hluta, að gera sér
glögglega ljóst eigið álit, en hlusta jafnframt á rök ann-
arra og geta séð málin af sjónarhóli þeirra. Að lokum er
það fólgið í því að geta greint milli þess, sem við vitum, og
hins, sem við vitum ekki. Maður verður að vera nógu hrein-
skilinn til að viðurkenna vanþekkingu sína og halda áfram
að afla sér allrar fáanlegrar þekkingar fremur en að sökkva
sér niður í heilabrot eingöngu.
Sú freisting að slá um sig með fánýtu tali og nota löng,
en marklaus orð, er sérstaklega sterk í uppeldisfræði, heim-
speki og sálarfræði. Af þessum ástæðum verður hver nem-
andi frá byrjun að leitast við að auka þekkingu sína, auk
þess sem hann verður að hafa vald á aðferðum, aga hugs-
un sína og skerpa dómgreind varðandi allar hugmyndir.
Auk kerfisbundinna starfsaðferða ætti hann að læra að
skilja frumvandamálin, grundvallarspurningarnar. Þann-
ig mun hann uppgötva, hve mörgum spurningum er ósvar-
að og hve mikil fyrirhöfn liggur að baki jafnvel minnstu
framfara vísindanna. Það er óhjákvæmilegt, að hann verð-