Menntamál - 01.08.1960, Page 61

Menntamál - 01.08.1960, Page 61
MENNTAMAL 155 að geta, að vinna sú er hér um ræðir, er orðin algerlega vélræn, og einnig þess, að fáir munu svo fluglæsir, að ekki bindist eitthvað af athyglinni við sjálfan lesturinn. Komi torskildir kaflar eða setningar, er endurtekið eftir þörfum. Með þessu móti verður námið ótrúlega miklu auðveldara og aðgengilegra, svo að ekki sé nú talað um tækifærin, sem þarna skapast til að sitja jafnframt við ánægjulega og arðbæra vökuvinnu. Sú reynsla, sem ég hef fengið af segul- bandinu þann stutta tíma, sem ég hef notað það við námið, hefur sannfært mig um ágæti þess til slíkra nota. í þessu sambandi er rétt að benda á, hve mikils virði þetta tæki gæti orðið þeim, sem erfitt eiga með lestur vegna augn- sjúkdóma. Það gefur auga leið, hve mikill munur er á því að pæla í gegnum verkefnin svo og svo oft eða að lesa þau einu sinni inn á bandið og geta síðan spilað hvert þeirra sem er og svo oft sem þörf er á, án þreytu og vera laus við lestrarlúann. Þá er full ástæða til að benda á þau tækifæri, sem þetta tæki skapar þeim, er vilja hagnýta sér tungumála- kennslu útvarpsins. í stað þess að hlusta einu sinni á hverja kennslustund á ákveðnum tíma er hægt, með þar til gerðri klukku, að taka upp kennslustundina, þótt enginn væri heima, og spila hana síðan eftir þörfum, þegar tími ynnist til. Ég er viss um, að t. d. mörg húsmóðirin vildi fegin nota sér þennan möguleika. Þá er enn ein hlið á þessu máli, sem ég vildi minnast á, en það er upptaka á kennslu í skólun- um sjálfum. Til þess er þessi tegund segulbandstækja ekki heppileg, bæði vegna þyngsla og svo hins, að hvergi mun vera möguleiki á að tengja mörg tæki í kennslustofu, svo að vel fari. Hins vegar munu vera framleidd rafhlöðusegul- bandstæki lítið þyngri en ferðaritvél, sem myndu einkar heppileg til slíkra nota, og gætu þau vitanlega komið að sömu notum og það tæki, sem ég hef notað. Slæ ég svo botninn í þetta með þeirri ósk, að forystumenn skólamála íhugi, hvort hér muni um að ræða mál, sem vert væri að athuga nánar. Björgvin Einarsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.