Menntamál - 01.08.1960, Page 62

Menntamál - 01.08.1960, Page 62
156 MENNTAMAL Starfsþreyta kennara. eftir CHARLES A. BUCHER prófessor í uppeldisfræði við New York, University. Guðmundur Jónasson þýddi og endursagði. Áhrif þreytu á starfshæfni og orku mannsins eru tví- þætt. Eðlilegur lúi getur stuðlað að heilbrigðum, nærandi svefni og verið mælikvarði á það, hvenær líkaminn þarfn- ast hvíldar. Þreyta getur aftur á móti verið skaðleg, ef hún nær því stigi að sljóvga næmasta skilning og vinnu- gleði einstaklingsins. Hún getur breytt eldheitu lífsfjöri og athafnasemi í leiða á daglegum viðfangsefnum. Kennsla er mjög þreytandi starf. Einstaka nemendur þreyta kennarann og sömuleiðis leiðréttingar svo og erfið viðfangsefni utan verkahrings kennarans, sérstaklega ef þessi verk eru unnin á þeim tíma, þegar kennarinn ætti að hvílast, en ekki auka þunga starfs og ábyrgðar. Starfsþreytu má létta með aðgerðum, sem miða að því að draga úr áhrifum þeirra þátta, sem henni valda, og réttum skilningi á því, hvernig slíkar aðgerðir skulu framkvæmd- ar. Ytri aðstæður hafa sín áhrif. Séu skólar staðsettir ná- lægt hávaðasömum vinnustöðvum eða verksmiðjum eða hafi lélega loftræstingu eða lýsingu, þá gerir það sitt til. Mikið hefur einnig að segja, hvers konar starf kennarinn er að leysa af hendi. Einhæft starf veldur auðveldlega andlegri þreytu, ekki hvað sízt, ef kennaranum finnst hann ekki ná þeim árangri í starfi sínu, sem hann óskar. Við- horf kennarans til viðfangsefnisins veldur hér einnig

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.