Menntamál - 01.08.1960, Síða 68

Menntamál - 01.08.1960, Síða 68
162 MENNTAMÁL a) Talfæri barns undir 10 ára aldri og öll líkamleg og sálarleg gerð þess eru sveigjanleg og mótanleg og auð- velda því mjög að læra réttan framburð erlends tungumáls og ná tökum á grundvallar málvenjum og tjáningarhátt- um. Þegar barnið eldist stirðna þessir eiginleikar talfær- anna í venjum sínum, og því veitist erfiðara að tileinka sér nýjan framburð. b) Kennsla erlends tungumáls undir 10 ára aldri getur byggzt á starfi og leik, er krefst tjáningar í mæltu máli. Á þann hátt verður námið auðveldara og eðlilegra og vek- ur forvitni barnsins. c) Sterk rök virðast hníga að því, að eigi skuli hefja kennslu í erlendu tungumáli í barnaskóla fyrr en a. m. k. tveimur til þremur árum seinna en móðurmálskennslu til þess að tryggja það, að kunnátta í móðurmáli sé vel traust, áður en barnið snýr sér að nýju tungumáli. d) Til þess að tryggja varanlegan árangur námsins, ætti tungumálakennslan í barnaskóla ekki að standa skem- ur en tvö ár, helzt lengur, ef unnt er. Nokkrir nefndarmenn töldu heppilegt, að byrjað væri að kenna erlent tungumál átta eða níu ára börnum í barna- skóla. Einn áleit þó, að afar óheppilegt væri að hef ja tungu- málakennsluna á unglingaskeiðinu eftir 12 ára aldur. Á þessu skeiði verður unglingurinn fyrir margvíslegum lík- amlegum og tilfinningalegum breytingum og truflunum. Hreyfingar hans og málfar verða vandræðaleg, og oft er hann gripinn taugaóstyrk og feimni. Þessi nefndar- maður var því eindregið þeirrar skoðunar, að annað hvort skyldi byrjað í barnaskóla eða eftir 15 ára aldur og væri þá hin seina byrjun bætt upp með strangari kennslu. Markmið tungumálalcennslu. Nefndin varð sammála um eftirfarandi þrjú markmið með kennslu erlendra tungumála:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.